Algengar Spurningar

Ef þú finnur ekki svar við spurningu þinni hér geturðu hringt í okkur í síma 866-4243, sent okkur póst á hallo@matsedill.is, eða haft samband hér.

Umbúðirnar okkar

Við forðumst eftir fremsta megni að nota plast í matarkassana okkar. Í sumum tilvikum er þó erfitt að komast hjá því en við leitum engu að síður allra leiða til að finna umhverfisvænni og betri umbúðir.

Við hvetjum viðskiptavini okkar enn fremur til að flokka allar pakkningar með réttum hætti.

Þegar við erum með nýja uppskrift í vinnslu spyrjum við okkur iðulega að því hvort fækka megi umbúðum með því að raða saman hráefnum á betri og umhverfisvænni hátt.

Hvað kostar að fá kassa heimsendan?

Það kostar 1.000 kr. innan höfuðborgarsvæðisins og 1.350 kr. fyrir landsbyggðina.

Hvert sendið þið?

Við bjóðum upp á heimsendingu innan höfuðborgarsvæðisinns og að senda á afhendingarstað um allt land.

Klukkan hvað sendið þið og hvað ef ég er ekki heima?

Allir matarkassar eru keyrðir út milli klukkan 12 og 17:30 á mánudögum. Ef þú ert ekki heima skiljum við kassann eftir fyrir utan hjá þér eða á þeim stað sem þú tiltókst við pöntun. Við sendum þér textaskilaboð þess efnis að varan hafi verið keyrð út.

Hvaða daga get ég sótt kassann minn?

Þú getur sótt matarkassann þinn alla mánudaga frá klukkan 12 til 19 í Vatnagarða 8.

En ef ég er ekki heima þegar kassinn minn kemur?

Ef þú ert ekki á staðnum þegar kassinn þinn er keyrður út sendum við þér sms með mynd sem sýnir hvar hann var skilinn eftir.

Hvað ef ég finn ekki kassann minn?

Ef kassinn þinn er ekki á umbeðnum stað þegar þú kemur að vitja hans skaltu hafa samband í síma 866-4243 eða senda tölvupóst á hallo@matsedill.is og við munum leysa vandamálið eins fljótt og auðið er.

Pöntunarfrestur

Panta þarf fyrir miðnætti á miðvikudögum til að fá afhent næsta mánudag. 

Hvers vegna fæ ég ekki uppskriftirnar á pappírsformi með í kassann minn?

Við reynum að lágmarka notkun á umbúðum og óþarfa efni. Þess vegna stillum við allri pappírsnotkun í algjört hóf. Allar uppskriftirnar eru aðgengilegar hér á heimasíðunni, bæði á textaformi og sem kennslumyndbönd. Ef þú vilt prenta út uppskriftirnar, þá er hnappur inni á síðunni undir uppskriftinni þar sem þú getur nálgast hana á pdf-formi.

Í hvaða röð á ég að elda réttina?

Við mælum með því að borða fiskrétti fyrst. En auðvitað ræður þú hvað þú vilt borða og hvenær.

Hvernig er best að geyma hráefnið sem ég fæ?

Alla ferskvöru þarf að geyma í ísskáp. Þurrefni, dósamat og kryddblöndur má geyma uppi í skáp.

Hvað ef ég er með ofnæmi?

Við listum upp allt hráefni undir hverjum rétti fyrir sig. Finna má nákvæmar  innihaldslýsingar neðst í hverri uppskrift.  

Er hægt að velja hvað fer í barnaboxið?

Eins og sakir standa ákveðum við hvað fer í barnaboxið fyrirfram. Við gætum að því að taka fram upplýsingar um alla helstu ofnæmisvalda, s.s. mjólkurvörur og hnetur. Þar sem vinnusvæðið okkar er opið rými getum við ekki fullyrt að snefilefni berist ekki í matinn.

Rétturinn minn kom með öðru hráefni

Það getur komið upp sú staða að tiltekið hráefni er ekki til hjá birgja. Í slíkum tilvikum sendum við annað sambærilegt hráefni með réttinum. Við leggjum okkur fram við að gera okkar besta ef slík staða kemur upp. Ef þetta gerist fáið þið tölvupóst þess efnis ásamt leiðbeiningum um eldun.