Persónuverndarstefna

 

HÆHÆ, VIð erum Matseðill ehf., og kennitalan okkar er 580520-0570. Við erum til húsa að Vatnagörðum 8, 104 Reykjavík. Þegar þú notar Matseðill.is heimasíðuna þá gilda þessir skilmálar. Þeir eru bæði mikilvægir fyrir þig og okkur, vegna þess að þeir tryggja hagsmuni okkar beggja og veita þér hagnýtar upplýsingar. Með því að samþykkja þessa skilmála lýsir þú yfir að hafa lesið, skilið og samþykkt skilmálana í heild sinni. 

 

Meðhöndlun persónuupplýsinga: 

Skilmálar Matseðill ehf. Um meðhöndlun persónuupplýsinga útskýra hvernig Matseðill safnar, notar, miðlar og verndar persónuupplýsinga viðskiptavina sinna. Matseðill ehf. gætir ýtrasta öryggis í meðferð persónuupplýsinga viðskiptavina sinna. Markmið þessara skilmála er að tryggja að meðhöndlun fyrirtækisins á persónuupplýsingum sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs sem finna má í persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins, GDPR, sem innleidd er í íslenskan rétt með lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um persónuvernd á heimasíðu Persónuverndar. 

 

Tegundir persónuupplýsinga

Matseðill vinnur einkum með almennar upplýsingar og upplýsingar um notkun heimasíðunar matsedill.is. Matseðill ehf. nýtir þessar persónuupplýsingar á grundvelli samnings við viðskiptavin, ákvæði laga eða lögmætra hagsmuna Matseðill ehf. Fyrirtækið vinnur einnig upplýsingar til að gæta lögmætra hagsmuna sinna, t.d. til að koma í veg fyrir svik og lágmarka áhættu í starfsemi sinni og þegar lög kveða á um geymslu gagna t.d. lög um bókhald nr. 145/1994 og skattalög og reglugerðir tengdum þeim.

 

Hvernig persónuupplýsingar eru notaðar hjá Matseðli ehf. 

Persónuupplýsingum sem safnað er hjá Matseðli ehf. eru nýttar til þess að geta veitt viðskiptavinum sínum þjónustu samkvæmt samningi og skilmálum hverju sinni: 

 

Persónuupplýsingar um viðskiptavini eru notaðar í eftirfarandi tilgangi: 

  1. Til að veita umbeðna þjónustu og afhendingu á vöru sem viðskiptavinur hefur verslað á matsedill.is. 
  2. Til að upplýsa viðskiptavini um breytingar á þjónustu eða viðskiptaskilmálum. 
  3. Til að svara fyrirspurnum frá viðskiptavinum. 
  4. Vinna gegn ólögmætri háttsemi og til að bæta tjón.
  5. Til þess að veita opinberum aðilum lögboðnar upplýsingar, uppfylla geymsluskyldur okkar gagnvart bókhaldslögu o.fl.
  6. Til þess að senda viðskiptavinum upplýsingar í tölvupósti eða í gegnum síma, að því gefnu að samþykki viðskiptavinar liggi fyrir. 
  7. Til þess að efna samningsskyldur okkar við við viðskiptavini varðandi afhendingu vöru o.fl.
  8. Til þess að gefa viðskiptavinum okkar kost á því að deila efni á samskiptamiðlum af vefsvæði fyrirtækisins.
  9. Til að upplýsa viðskiptavini um breytta skilmála og annað sem tengist þjónustu fyrirtækisins.
  10. Til að geta greint og gert áætlanir innan fyrirtækisins, við markaðsrannsóknir, til að bæta þjónustu okkar og tekið saman tölfræðilegar upplýsingar í gæða- og markaðsstarfi.

 

Innt er eftir samþykki viðskiptavinar á vefsvæði matseðill.is þegar þú stofnar aðgang. 

Ef þú afskráir þig úr kerfinu eða lokar aðgangi þínum verður gögnum um þig eytt, að undantöldum gögnum sem fyrirtækið ber lögum samkvæmt að halda eftir og geyma.

 

Þín réttindi

Viðskiptavinur á rétt á að fá aðgang að og vita hvaða upplýsingar Matseðill ehf. hefur safnað um þig og getur beðið um afrit af þeim gögnum. Matseðill vill þó benda á að megnið af þeim upplýsingum sem unnið er með má finna á heimasíðu fyrirtækisins, matsedill.is undir “mitt svæði” þar sem þú getur nálgast upplýsingar um þig eða breytt upplýsingum þegar þér hentar. Vert er að taka fram að viðskiptavinur getur ekki krafist þess að gögnum verði eytt, sem fyrirtækið ber að geyma lögum samkvæmt. 

Viðskiptavinur á rétt á að fá eintak af þeim upplýsingum sem þú hefur látið matseðill ehf. hafa um þig. Ef þú óskar þess, og það er tæknilega framkvæmanlegt, þá getur þó óskað þess að upplýsingar séu sendar á annan aðila, t.d. annað fyrirtæki. Til að nýta sér þessi réttindi þín getur þú sent tölvupóst á hallo@matsedill.is. Við viljum þó benda á að það getur tekið allt að 30 daga að fá svör við slíkri beiðni og allt að 3 mánuðum ef beiðnin er tæknilega flókin. Við munum þó svara þér eins fljótt og auðið er, a.m.k til að láta þig vita að beiðnin sé móttekin og að verið sé að afgreiða hana. 

Upplýsingar sem Matsedill ehf. safnar um viðskiptavini. Vafrakökur.

Vafrakökur er vefforrit sem geymir upplýsingar um neytandann í tölvu hans. Matseðill ehf. notar þær upplýsingar til að þekkja viðskiptavininn og vita hversu oft hann heimsækir vefsíðuna, hvað hann verslar og til að kynna nýjar vörur sem gætu vakið áhuga neytandans. Matseðill ehf. notar Facebook Pixel og Google Analytics til að mæla vefumferð. Við hverja heimsókn á síðuna er nafnlausum upplýsingum safnað saman og þær sendar Matseðill ehf., t.d. á hvaða tíma er komið inn á kerfið, dagsetningum og leitarorðum. Þær upplýsingar eru síðan notaðar til að bæta vefsvæði fyrirtækisins til hagsbóta fyrir neytendur.  Matseðill ehf. áskilur sér rétt til að birta notendum heimasíðunnar auglýsingar í gegnum markaðskerfi Google Analytics og Facebook Pixel. Þær upplýsingar eru skráðar með aðstoð vafrakaka og getur neytandi sem ekki vill sjá þær auglýsingar slökkt á notkun þeirra. (HVERNIG) Með því að nota vefverslun matsedill.is samþykkir neytandi að Matseðill ehf. safni upplýsingum sjálfkrafa með vafrakökum. Neytandinn hefur möguleika á að hafna notkun vafrakaka en með því vali gætu möguleikar neytanda á notkun síðunar takmarkast.