Blálanga með kryddjurta brauðhjúp, bankabyggi, steiktu brokkolíni ásamt heimagerðu remúlaði.
 
30 mínútur
 
Þekktir ofnæmisvaldar: Fiskur, Hveiti, Bygg, Egg, Sinnep, Mjólk, Sellerí
 
Tæki og tól: Eldfast mót, skurðarbretti, skurðarhnífur, pönnuspaði, smjörpappír, panna.

Hráefni í kassa

Blálanga

Kryddjurtabrauðhjúpur 

Brokkolíni 

Soðið bankabygg 

Cherry tómatar

Remúlaði Matseðils

Þú þarft að eiga: Ólífuolíu, salt, pipar og steikingarolíu

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

  1. Hitið ofnin í 180°c. 
  2. Byrjið á því að hita pönnu og salta fiskinn á báðum hliðum. Þegar pannan er orðin heit setjið 2-3 msk. af olíu á pönnuna og steikið fiskinn í cirka 2 mínútur á hvorri hlið. Þegar þið snúið fiskinum við bætið þið brokkolíni á pönnuna og látið steikjast með. Síðan setjið þið fiskinn og brokkolíníið á eldfast mót og setjið til hliðar. 
  3. Þá er komið að því að fletja út kryddjurtahjúpinn. Takið smjörpappír og setjið deig kúluna á hann og brjótið yfir. Fletjið síðan kúluna út með smjörpappírnum. Hjúpurinn á að vera 2-3 millimetrar á þykkt. Síðan opnið þið smjörpappír örkina og losið deigið varlega af honum og leggið á fisk bitana. Bakið í ofni á 180°c í 8-10 mínútur. 
  4. Meðan fiskurinn bakast steikjum við byggið. Takið pönnu og hitið upp í meðalhita. Setjið 4-5 msk. af olíu á pönnuna og hellið bygginu út á. Steikið í 4- 5 mínútur. Bætið síðan tómötunum út á og setjið í skál.
  5. Þá ætti fiskurinn að vera orðin fulleldaður og kryddjurtahjúpurinn stökkur. Verði ykkur að góðu.

  1. Hitið ofnin í 180°c. 
  2. Byrjið á því að hita pönnu og salta fiskinn á báðum hliðum. Þegar pannan er orðin heit setjið 2-3 msk. af olíu á pönnuna og steikið fiskinn í cirka 2 mínútur á hvorri hlið. Þegar þið snúið fiskinum við bætið þið brokkolíni á pönnuna og látið steikjast með. Síðan setjið þið fiskinn og brokkolíníið á eldfast mót og setjið til hliðar. 
  3. Þá er komið að því að fletja út kryddjurtahjúpinn. Takið smjörpappír og setjið deig kúluna á hann og brjótið yfir. Fletjið síðan kúluna út með smjörpappírnum. Hjúpurinn á að vera 2-3 millimetrar á þykkt. Síðan opnið þið smjörpappír örkina og losið deigið varlega af honum og leggið á fisk bitana. Bakið í ofni á 180°c í 8-10 mínútur. 
  4. Meðan fiskurinn bakast steikjum við byggið. Takið pönnu og hitið upp í meðalhita. Setjið 4-5 msk. af olíu á pönnuna og hellið bygginu út á. Steikið í 4- 5 mínútur. Bætið síðan tómötunum út á og setjið í skál.
  5. Þá ætti fiskurinn að vera orðin fulleldaður og kryddjurtahjúpurinn stökkur. Verði ykkur að góðu.

Content missing