Cesar salat með kjúkling, romaine salati, brauðteningum, parmesan osti og cesar dressingu Matseðils

35 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Egg, hveiti, mjólk, fiskur, sinnep, 
Tæki og tól: Skurðarhnífur og skurðarbretti, eldfast mót, Skál fyrir salat

Hráefni í kassa

Kjúklingaleggir

Timian

Romain salat

Kirsuberjatómatar

Brauðteningar

Parmesan

Cesar dressing

Þú þarft að eiga: Ólífuolíu, salt, pipar

Innihaldslýsing er neðst á síðunni

Aðferð

 1. Byrjum á því að kveikja á ofninum og stilla hann á 180°c með blæstri.
 2. Setjið kjúklingalærin í eldfasta mótið. Pillið timian laufin af greinunum, saxið létt yfir laufin og kryddið kjúklingalæri með þeim ásamt salti.  Setjið inn í heitan ofnin og bakið í 30-35 mínútur eða þar til lærin eru fullelduð.
 3. Á meðan kjúklingurinn er að eldast gerið þið salatið klárt. Skerið salatið þvert á hausinn í um það bil 1 cm bita. Leysið salatið upp með höndunum og setjið í skál. Skerið tómatana í fjórðunga og setjið til hliðar.
 4. Setjið sirka helmingin af sesar dressingunni út á salatið ásamt helmingnum af parmesan ostinum og blandið vel saman með höndunum. Setjið salatið í skálina sem þið ætlið að bera það fram í. Dreifið tómötum, brauðteningum, sesar dressingu og parmesan osti yfir. 
 5. Þegar kjúklingurinn er orðin eldaður er máltíðin tilbúin. Verði ykkur að góðu.

 1. Takið til tæki og tól: Skurðar hnífur og skurðarbretti, eldfast mót, Skál fyrir salat
 2. Byrjum á því að kveikja á ofninum og stilla hann á 180°c með blæstri.
 3. Setjið kjúklingalærin í eldfasta mótið. Pillið timian laufin af greinunum, saxið létt yfir laufin og kryddið kjúklingalæri með þeim ásamt salti.  Setjið inn í heitan ofnin og bakið í 30-35 mínútur eða þar til lærin eru fullelduð.
 4. Á meðan kjúklingurinn er að eldast gerið þið salatið klárt. Skerið salatið þvert á hausinn í um það bil 1 cm bita. Leysið salatið upp með höndunum og setjið í skál. Skerið tómatana í fjórðunga og setjið til hliðar.
 5. Setjið sirka helmingin af sesar dressingunni út á salatið ásamt helmingnum af parmesan ostinum og blandið vel saman með höndunum. Setjið salatið í skálina sem þið ætlið að bera það fram í. Dreifið tómötum, brauðteningum, sesar dressingu og parmesan osti yfir. 
 6. Þegar kjúklingurinn er orðin eldaður er máltíðin tilbúin. Verði ykkur að góðu.
Innihaldslýsing

Kjúklingur, timian, romaine salat, kirsuberjatómatar, Brauðteningar (Vatn, ger, salt, hveiti)Cesar dressing (Majones(egg, repjuolía, vatn, krydd, sinnepsduft, edik, sykur, salt, rotvarnarefni E211, E202,) Sýrður rjómi (mjólk, mjólkursýrugerlar, gelatín, ostahleypir,parmesan ostur (mjólk, ostahleypir) capers, salt)

Content missing