Chili Con Carne með sýrðum rjóma, kóríander og nachos

35 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Hveiti, mjólkurvörur
Tæki og tól: Panna, skurðarbretti, skurðarhnífur, pottur

Hráefni

Nautahakk

Laukur

Gulrætur

Chili

Kryddblanda

Sýrður rjómi

Nachos flögur

Svartar baunir

Ítölsk tómatsósa

Kóríander

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

Uppskrift:

 1. Sjóðið hrísgrjón. Setjið hrísgrjónin í pott og setjið 2 x magn af vatni á móti hrísgrjónunum. Saltið létt eftir smekk. Látið suðuna koma upp í rólegheitunum og látið sjóða rólega í 8-10 mínútur með loki yfir pottinum. Látið pottinn síðan standa með loki yfir á meðan þið klárið uppskriftina.
 2. Meðan grjónin sjóða gerum við Chili Con Carne.  Skerið laukinn í litla bita og setjið til hliðar. Skrælið og skerið gulrætur í litla bita. Kljúfið chili, kjarnhreinsið og skerið síðan í granna strimla.
 3. Setjið pönnu á helluna, hitið upp í meðalhita og setjið 2 msk. af steikingarolíu á pönnuna. Steikið laukinn og gulræturnar í 2-3 mínútur, bætið síðan hakkinu og kryddblöndunni út á pönnuna og steikið áfram í 1-2 mínútur. Bætið chili, ítölsku tómatsósunni, ásamt helmingnum af svörtu baununum út á pönnuna og látið sjóða rólega í 2-3 mínútur eða þar til rétturinn er farinn að þykkna.
 4. Þegar hrísgrjónin eru tilbúin er restinn af svörtu baununum blandað saman við grjónin.
 5. Í lokin er kóríander skorið smátt til að dreifa yfir diskinn. Borðið með nachos og sýrðum rjóma.
 6. Verði ykkur að góðu.

Uppskrift:

 1. Sjóðið hrísgrjón. Setjið hrísgrjónin í pott og setjið 2 x magn af vatni á móti hrísgrjónunum. Saltið létt eftir smekk. Látið suðuna koma upp í rólegheitunum og látið sjóða rólega í 8-10 mínútur með loki yfir pottinum. Látið pottinn síðan standa með loki yfir á meðan þið klárið uppskriftina.
 2. Meðan grjónin sjóða gerum við Chili Con Carne.  Skerið laukinn í litla bita og setjið til hliðar. Skrælið og skerið gulrætur í litla bita. Kljúfið chili, kjarnhreinsið og skerið síðan í granna strimla.
 3. Setjið pönnu á helluna, hitið upp í meðalhita og setjið 2 msk. af steikingarolíu á pönnuna. Steikið laukinn og gulræturnar í 2-3 mínútur, bætið síðan hakkinu og kryddblöndunni út á pönnuna og steikið áfram í 1-2 mínútur. Bætið chili, ítölsku tómatsósunni, ásamt helmingnum af svörtu baununum út á pönnuna og látið sjóða rólega í 2-3 mínútur eða þar til rétturinn er farinn að þykkna.
 4. Þegar hrísgrjónin eru tilbúin er restinn af svörtu baununum blandað saman við grjónin.
 5. Í lokin er kóríander skorið smátt til að dreifa yfir diskinn. Borðið með nachos og sýrðum rjóma.
 6. Verði ykkur að góðu.
Innihaldslýsing

Nautahakk (nautakjöt)

Laukur

Gulrætur

Chili

Kryddblanda (Cumin, garamsala(kóríander, svartur pipar, kardimommur, negull, kanill, Múskat), kóríander)

Sýrður rjómi (UNDANRENNA OG RJÓMI, sýrður með MJÓLKursýrugerlum, gelatín, ostahleypir)

Nachos flögur (MaísHVEITi, pálmaolía, salt, ostaduft (MJÓLK) LACTOSE, dextrosi, maltodexterin, laukur, hvítlaukur, sítrus síra)

Svartar baunir

Ítölsk tómatsósa (Tómatar, salt, laukur, hvítlaukur, ólífuolía, basil)

Kóríander

Content missing