Stökkir kjúklingabitar með kóreyskri barbecue sósu

35 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Hveiti, sesamfræ, sojabaunir

Tæki og tól: Pottur undir hrísgrjón, pottur eða panna til að djúpsteikja í, skurðarbretti og skurðarhnífur

Þú þarft að eiga: Steikingarolíu, extra virgin ólífuolíu, salt

Næringargildi í 100 gr.

Kcal: 184, KJ: 777, Prótein: 13.9, Fita: 4.3, Kolvetni: 25.7, Sykur: 1.3, Trefjar: 1.0, Salt: 0.18

 

Hráefni

Kjúklingabringa

Kryddblanda

Tempura blanda

Kóreysk bbq sósa

Sesam fræ

Hrísgrjón

Vorlaukur

Smá-maís

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

 1. Setjið hrísgrjónin í pott og sjóðið þau. Þegar hrísgrjón eru soðiðn er notaður einn hluti hrísgrjón á móti tveimur hlutum af vatni. Látið suðuna koma upp og lækkið síðan undir pottinum og látið malla í 10-15 mínútur með lokinu yfir. Þegar allt vatnið er horfið úr pottinum takið þið pottinn af hellunni og látið standa með loki í  nokkrar mínútur.
 2. Meðan grjónin eru að sjóða gerum við kjúklinginn. Hellið tempura mixinu í skál og blandið með vatni. Passið að setja ekki of mikið vatn því þá verður deigið of þunnt. Áferðin á tempura deiginu á að vera eins og á þykkri sósu. Síðan er kjúklingurinn skorinn í strimmla og vellt upp úr kryddblöndunni. Síðan eru krydduðu kjúklingastrimlarnir settir ofan í skálina með tempura deiginu og velt saman þannig að deigið þekji alla kjúklingastrimlana. Þá takið þið djúpa pönnu og setjið steikingar olíu í hann þannig að hægt sé að djúpsteikja strimlana. Hitið olíuna upp í um 180°c. Ef þið hafið ekki hitamæli er gott að setja smá deig ofan í pottinn til að finna hitastigið. Ef olían bubblar eftir að deigið er farið út í er hún tilbúin. Síðan setjið þið strimlana út í olíuna einn í einu. Gott að gera þetta í nokkrum skömtum því annars kólnar olían og kjúklingastrimlarnir verða að einni klessu. Djúpsteikið hvern strimil í 2-3 mínútur eða þar til þeir eru gullin brúnir (golden brown). Veiðið þá upp úr olíunni og leggið á eldhúspappír þannig að öll auka olía dragist í pappírinn.
 3. Takið kóreysku bbq sósuna og setjið í skál og veltið djúpsteiktu kjúklingabitunum upp úr sósunni ásamt helmingnum af sesam fræjunum.
 4. Skerið baby maísin í tvennt eftir endilöngu. Hitið pönnu með 1-2 msk. af olíu og steikið maísin í um 2-3 mínútur eða þar til hann er orðinn eldaður í gegn. Saltið eftir smekk.
 5. Þegar hrísgrjónin eru soðinn takið þið þau úr pottinum og kryddið þau til með restinni af sesam fræjunum.
 6. Skerið vorlaukinn í sneiðar og dreifið yfir diskinn.
 7. Verði ykkur að góðu.
Upload Image...
 1. Setjið hrísgrjónin í pott og sjóðið þau. Þegar hrísgrjón eru soðiðn er notaður einn hluti hrísgrjón á móti tveimur hlutum af vatni. Látið suðuna koma upp og lækkið síðan undir pottinum og látið malla í 10-15 mínútur með lokinu yfir. Þegar allt vatnið er horfið úr pottinum takið þið pottinn af hellunni og látið standa með loki í  nokkrar mínútur.
 2. Meðan grjónin eru að sjóða gerum við kjúklinginn. Hellið tempura mixinu í skál og blandið með vatni. Passið að setja ekki of mikið vatn því þá verður deigið of þunnt. Áferðin á tempura deiginu á að vera eins og á þykkri sósu. Síðan er kjúklingurinn skorinn í strimmla og vellt upp úr kryddblöndunni. Síðan eru krydduðu kjúklingastrimlarnir settir ofan í skálina með tempura deiginu og velt saman þannig að deigið þekji alla kjúklingastrimlana. Þá takið þið djúpa pönnu og setjið steikingar olíu í hann þannig að hægt sé að djúpsteikja strimlana. Hitið olíuna upp í um 180°c. Ef þið hafið ekki hitamæli er gott að setja smá deig ofan í pottinn til að finna hitastigið. Ef olían bubblar eftir að deigið er farið út í er hún tilbúin. Síðan setjið þið strimlana út í olíuna einn í einu. Gott að gera þetta í nokkrum skömtum því annars kólnar olían og kjúklingastrimlarnir verða að einni klessu. Djúpsteikið hvern strimil í 2-3 mínútur eða þar til þeir eru gullin brúnir (golden brown). Veiðið þá upp úr olíunni og leggið á eldhúspappír þannig að öll auka olía dragist í pappírinn.
 3. Takið kóreysku bbq sósuna og setjið í skál og veltið djúpsteiktu kjúklingabitunum upp úr sósunni ásamt helmingnum af sesam fræjunum.
 4. Skerið baby maísin í tvennt eftir endilöngu. Hitið pönnu með 1-2 msk. af olíu og steikið maísin í um 2-3 mínútur eða þar til hann er orðinn eldaður í gegn. Saltið eftir smekk.
 5. Þegar hrísgrjónin eru soðinn takið þið þau úr pottinum og kryddið þau til með restinni af sesam fræjunum.
 6. Skerið vorlaukinn í sneiðar og dreifið yfir diskinn.
 7. Verði ykkur að góðu.
Innihaldslýsing

Kjúklingabringa, chiliduft, engifer þurrkaðm, hvítlauksduft, hveiti, sterkja, lyftiduft, litarefni(E101) rautt chili, glúkósasíróp, hvítlaukur, vatn, sykur, salt, tapiokasterkja, sýrstillir(E330, E260) þykkingarefni (xantan E415)vatn, hveiti, sojabaunir, salt, sodium bensoate, Sesam fræ, hrísgrjón, vorlaukur, maís

Content missing