Fylltar paprikur bornar fram með sterkri jógúrtsósu og fersku salati

30 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Mjólk

Tæki og tól: Panna, skurðarbretti, skurðarhnífur, rifjárn, eldfast mót, sítrónupressa.

Prenta uppskrift

Hráefni í kassa

Paprikur

Kjúklingabaunir

Soðið quinoa

Laukur

Eggaldin

Sítróna

Sterk jógúrtsósa (Zhoug)

Þú þarft að eiga: Salt, pipar, steikingarolíu og extra virgin ólífuolíu

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°c.
 2. Skerið lauk og eggaldin í litla bita. Setjið pönnu á helluna og hitið upp í meðalhita. Setjið síðan 2-3 msk. af steikingarolíu á pönnuna og skorna grænmetið á. Látið það steikjast í 1-2 mínútur.
 3. Hellið vatninu af kjúklingabaununum og bætið út á pönnuna ásamt soðna quinoanu. Blandið vel saman og slökkvið undir pönnunni.
 4. Raspið börkinn af sítrónunni og og kreistið úr henni djúsinn með sítrónupressu. Bætið bæði börk og safanum út á pönnuna og blandið vel saman. Saltið eftir smekk.
 5. Skerið paprikuna í tvennt og kjarnhreinsið. Færið paprikurnar síðan í eldfast mót og fyllið þær með fyllingunni. Setjið álpappír yfir mótið og setjið inn í ofn í 15 mínútur.
 6. Meðan paprikurnar eldast skerið þið salatið og tómatana og blandið saman í skál. 
 7. Þegar paprikurnar eru búnar að bakast í 15 mínútur og orðnar mjúkar setjið þið zhoug jógúrtið yfir paprikurnar.
 8. Þá er rétturinn tilbúinn, verði ykkur að góðu.

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°c.
 2. Skerið lauk og eggaldin í litla bita. Setjið pönnu á helluna og hitið upp í meðalhita. Setjið síðan 2-3 msk. af steikingarolíu á pönnuna og skorna grænmetið á. Látið það steikjast í 1-2 mínútur.
 3. Hellið vatninu af kjúklingabaununum og bætið út á pönnuna ásamt soðna quinoanu. Blandið vel saman og slökkvið undir pönnunni.
 4. Raspið börkinn af sítrónunni og og kreistið úr henni djúsinn með sítrónupressu. Bætið bæði börk og safanum út á pönnuna og blandið vel saman. Saltið eftir smekk.
 5. Skerið paprikuna í tvennt og kjarnhreinsið. Færið paprikurnar síðan í eldfast mót og fyllið þær með fyllingunni. Setjið álpappír yfir mótið og setjið inn í ofn í 15 mínútur.
 6. Meðan paprikurnar eldast skerið þið salatið og tómatana og blandið saman í skál. 
 7. Þegar paprikurnar eru búnar að bakast í 15 mínútur og orðnar mjúkar setjið þið zhoug jógúrtið yfir paprikurnar.
 8. Þá er rétturinn tilbúinn, verði ykkur að góðu.
Innihaldslýsing

Kjúklingabaunir (kjúklingabaunir, vatn, salt)

Soðið quinoa (rautt quinoa, salt, vatn)

Sterk jógúrtsósa (grísk jógúrt (Nýmjólk sýrð með mjólkurgerlum), jallapenio, kóríander, hvítlaukur, kardimommur, repjuolía, salt)

Vinsamlegast athugið að í eldhúsinu eru meðhöndlaðar jarðhnetur og semsamfræ.

Content missing