Gratíneruð ýsa með karrý kókóssósu, hrísgrjónum og eplum
 
35 mínútur
 
Þekktir ofnæmisvaldar:Mjólk, hveiti, fiskur, sellerí, soja (gæti innihaldið snefilefni af krabbadýrum)
 
Tæki og tól: Steikarpanna, skurðarhnífur, skurðarbretti, eldfast mót

Hráefni

Ýsa

Kókós-karrý sósa

Hrísgrjón

Sellerí

Paprika

Epli

Rifinn ostur

Uppskrift:

 1. Kveikið á ofninum og stillið hann á 180°c með blæstri.
 2. Sjóðið hrísgrjón. Setjið hrísgrjónin í pott og setjið 2 x magn af vatni á móti hrísgrjónunum. Saltið létt eftir smekk. Látið suðuna koma upp í rólegheitunum og látið sjóða rólega í 8-10 mínútur með loki yfir pottinum. Látið pottinn síðan standa með loki yfir á meðan þið bíðið eftir að fiskurinn verði tilbúinn.
 3. Skerið epli og paprikur í litla bita (ca. 1 x 1 cm). Skerið síðan sellerý smátt. Hitið pönnu og steikið grænmetisblönduna í 2-3 mínútur. Setjið hana síðan í eldfast mót. Leggið síðan fiskbitana yfir grænmetið. Saltið og piprið eftir smekk. Dreifið úr karrý-kókóssósunni yfir fiskinn og grænmetið. Í lokin er rifna ostinum dreift yfir fiskinn. Bakið í 15-20 mínútur á 180°c með blæstri.
 4. Verði ykkur að góðu!

Innihaldslýsing

Ýsa (Fiskur)Kókós karrý sósa (Smjör(rjómi, salt), hveiti, sellerý, laukur, kókósmjöl, karrý duft(túrmerik, kóríander, fenugreek, dilfræ, negull, chili), vatn, fiskikraftur((joðbætt salt, E621, E635, fiskimjöl(þorskur MSC-vottaður), soja, repju og sólblómaolía, laukduft, maíssterkja(gæti innihaldið krabbadýr)HrísgrjónSellerý (Sellerý)PaprikaEpliRifin ostur (Mjólkundanrenna, salt, kekkjavarnarefni (sellulósi), ostahleypir, sýra (ediksýra)

 Uppskrift:

  1. Kveikið á ofninum og stillið hann á 180°c með blæstri
  2. Sjóðið hrísgrjón. Setjið hrísgrjónin í pott og setjið 2 x magn af vatni á móti hrísgrjónunum. Saltið létt eftir smekk. Látið suðuna koma upp í rólegheitunum og látið sjóða rólega í 8-10 mínútur með loki yfir pottinum. Látið pottinn síðan standa með loki yfir á meðan þið bíðið eftir að fiskurinn verði tilbúinn
  3. Skerið epli og paprikur í litla bita (cirka 1 x 1 cm ). Skerið síðan sellerý smátt. Hitið pönnu og steikið grænmetisblönduna í 2-3 mínútur. Setjið hana síðan í eldfast mót. Leggið síðan fiskbitana yfir grænmetið. Saltið og piprið eftir smekk. Dreifið úr karrý kókóssósunni yfir fiskinn og grænmetið. Í lokin er rifna ostinum dreift yfir fiskinn. Bakið í 15-20 mínútur á 180°c með blæstri.
  4. Verði ykkur að góðu.

Content missing