Grískur sítrónukjúklingur með kartöflum, fetaosti og ólífum

40 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Mjólk og mjólkurafurðir
Tæki og tól: Skurðarbretti, skrælari, skurðarhnífur, eldfast mót

Hráefni í kassa

Sítrónu marineruð kjúklingalæri

Bökunarkartöflur

Feta ostur 

Kryddjurtapestó Matseðils

Klettasalat

Ólífur

Þú þarft að eiga: Salt, steikingarolíu

 1. Kveikið á ofninn og stillið hitann á 200°c. 
 2. Skrælið kartöflurnar og skerið í helming og síðan aftur í helming. Skerið síðan kartöflurnar i um 2 cm stóra bita. Setjið þá í eldfast mót ásamt 2-3 msk. af steikingar olíu og smá salti. Ath – kartöflurnar eru stærri í myndbandinu.
 3. Takið pokann með marineraða kjúklingnum og hellið öllu innihaldi pokans ofan í eldfasta mótið með kartöflunum. Látið skinnhliðina á kjúklingnun snúa upp og saltið bitana létt. Setið fatið inn í ofn í um 30 mínútur á 200°c. 
 4. Meðan kjúklingurinn eldast blandið þið saman 1-2 msk. af pestóinu saman við kletta salatið. Skerið ólífurnar í bita og dreifið yfir salatið. 
 5. Eftir að kjúklingurinn hefur bakast í 30 mínútur ætti hann að vera fulleldaður og kartöflurnar mjúkar. Takið þá feta ostinn og kremjið hann létt í höndunum og setjið ofan á kjúklingabitanna. Setjið fatið síðan aftur inn í ofn í 7-8 mínútur eða þar til feta osturinn er orðinn stökkur. 
 6. Þetta er síðan lagt á borð, Eldfasta mótið með kjúklingnum og kartöflunum, salatið og pestóið til hliðar. 
 7. Verði ykkur að góðu!

 1. Kveikið á ofninn og stillið hitann á 200°c. 
 2. Skrælið kartöflurnar og skerið í helming og síðan aftur í helming. Skerið síðan kartöflurnar i um 2 cm stóra bita. Setjið þá í eldfast mót ásamt 2-3 msk. af steikingar olíu og smá salti. 
 3. Takið pokann með marineraða kjúklingnum og hellið öllu innihaldi pokans ofan í eldfasta mótið með kartöflunum. Látið skinnhliðina á kjúklingnun snúa upp og saltið bitana létt. Setið fatið inn í ofn í um 30 mínútur á 200°c. 
 4. Meðan kjúklingurinn eldast blandið þið saman 1-2 msk. af pestóinu saman við kletta salatið. Skerið ólífurnar í bita og dreifið yfir salatið. 
 5. Eftir að kjúklingurinn hefur bakast í 30 mínútur ætti hann að vera fulleldaður og kartöflurnar mjúkar. Takið þá feta ostinn og kremið hann létt í höndunum og setjið ofan á kjúklingabitanna. Setjið fatið síðan aftur inn í ofn í 7-8 mínútur eða þar til feta osturinn er orðinn stökkur. 
 6. Þetta er síðan lagt á borð, Eldfasta mótið með kjúklingnum og kartöflunum, salatið og pestóið til hliðar. 
 7. Verði ykkur að góðu!
Innihaldslýsingar

Sítrónu marineruð kjúklingalæri (sítrónusafi, salt, þurrkað rósmarín, ólífuolía, ólífur)Feta ostur (Mjólk, salt, mjólkursýrugerlar, ostahleypir)Pestó (kóríander, klettasalat, steinselja, basil, graskersfræ, parmesan ostur (Mjólk, mjólkursýrugerlar, lysozyme eggjaprótein) ólífuolía, salt) hvítlaukur.*Vinsamlegast athugið að í eldhúsinu eru meðhöndlaðar jarðhnetur og semsamfræ. 

Content missing