Hamborgari með grillosti og karmelluðum lauk
30 mínútur
Hráefni í kassa
Hamborgarabuff
Hamborgarabrauð
Smjör
Laukur
Chili majónes
Kartöflur
Kryddblanda
Grillostur

Þetta er í pokanum þínum ef þú pantar grillosta borgara!
Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.
Uppskrift:
- Kveikið á ofninum og stillið á 180°c með blæstri.
- Skerið kartöflurnar í tvennt eftir endilöngu og síðan í þunnar sneiðar. Dreifið síðan úr þeim á eldföstu móti, hellið nokkrum dropum af olíu út á ásamt kryddblöndunni og blandið vel saman. Bakið síðan í ofni í 20 mínútur.
- Skerið laukinn í tvennt og síðan í þunnar sneiðar. Setjið smjör á pönnuna og látið smjörið bráðna á lágum hita. Þegar smjörið er bráðnað setjið þið skorna laukinn út á pönnuna og látið laukinn malla í smjörinu í um 5 mínútur, eða þar til hann er orðin mjúkur og sætur. Hrærið allan tíman. Takið síðan laukinn af pönnunni og setjið í skál og geymið á volgum stað.
- Kryddið hamborgara buffin með salti og pipar á báðum hliðum. Steikið síðan buffin á meðalheitri pönnu í um 2 mínútur á hvorri hlið. Takið síðan buffin af pönnunni og geymið.
- Skerið grillostinn í um 0.5 cm þykkar sneiðar. Gott að miðavið að 3 sneiðar fari á hvern hamborgara. Steikið síðan ostsneiðarnar á meðalheitri pönnunni ásamt nokkrum dropum af olíu. Steikið ostinn í 10-20 sekúndur á hvorri hlið. Leggið síðan ostsneiðarnar ofan á hamborgarabuffinn (3 sneiðar á hvert buff).
- Hitið síðan brauðin á volgri pönnu.
- Síðan er að púsla saman hamborgaranum. Chili majónes í botninn, síðan sætur laukur, hamborgarabuff með grillostinum ofan á, síðan aðeins meira chili majónes eftir smekk á toppinn.
- Borðið með ofnbökuð kartöflunum.
- Verði ykkur að góðu.
Hamborgarabuff (nautakjöt)
Hamborgarabrauð (HVEITI, kartöflur 17%, EGG, sykur, repjuolía, ger, vatn, gljái (vatn, sólblómaolía, grænmetisprótein (bauna, kartöflu, bóndabauna), þrúgusykur, maltódextrín, sterkja), HVEITIGLÚTEN, maíssterkja, salt, ýruefni (E471, E481), mjölmeðhöndlunarefni (E300). Framleitt á svæði þar sem unnið er með MJÓLK, SESAMFRÆ, SOJA og LÚPÍNU.
Smjör (RJÓMI, salt)
Laukur
Chili majónes (Repjuolía, vatn, chipotle sósa [chipotle chili, laukur, tómpatpúrra, edik, hvítlaukur, salt, krydd], SINNEP [vatn, edik, sykur, SINNEPSDUFT, salt, krydd, piparbragðefni, rotvarnarefni (E202, E211)], umbreytt kartöflusterkja, sykur, sítrónusafi [sítrónusafi, rotvarnarefni], salt, edik, rotvarnarefni (E260, E202, E211), SINNEPSDUFT, bindiefni (E415), krydd, sýra (E330)).
Kartöflur
Kryddblanda (hvítlaukur, timian)Grillostur Mjólk, undanrenna, salt, sýra (sítrónusýra), ostahleypir.