Hamborgari með piparosti, heimagerðum súrum gúrkum og kartöflubátum
20 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar:hveiti, mjólk, egg, sellerí.
Tæki og tól: Steikarpanna, eldfast mót, steikarspaði, hnífur
Hráefni í kassa
120 gr. Hamborgara buff
Hamborgara brauð
Hamborgara sósa Matseðils
Forsteikt kartöflusmælki
Tómatar
Little gem salat
Piparostur
Súrar gúrkur
Hvítlauks grillkrydd Matseðils
Þú þarft að eiga: Ólífuolíu, salt og pipar
Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.
-
Kveikið á ofninum, stillið hann á 200°c á blæstri.
-
Byrjum á því að koma kartöflunum inn í ofninn. Skerið forsteiktu kartöflusmælkin í bita og setjið í eldfast mót. Setjið 1-2 msk. af olíu út á og blandið við kartöflurnar. Setjið inn í heitan ofn í 15 mínútur.
-
Þá undirbúum við okkur fyrir að gera hamborgaran. Skerið piparostinn í sneiðar og setjið til hliðar. Skerið tómatana í sneiðar og takið salatið niður í lauf og leggið til hliðar.
-
Takið pönnu og hitið upp í meðalhita. Ath þegar maður steikir hamborgara á pönnu frussast olía út um allt ef maður er með hitan of háan. Setjið síðan 1-2 msk. af steikingarolíu á pönnuna. Meðan pannan er að hitna kryddið þið hamborgara buffið með hvítlaukskryddinu, salti og pipar. Síðan er buffið lagt á pönnuna og steikt í um það bil 1 ½ mínútu eða þangað til kjötið er farið að “gráta” á hliðinni sem snýr upp. Þá er buffinu snúið við og steikt í svipaðan tíma á hinni hliðinni. Piparosta sneiðarnar eru síðan lagðar ofan á buffið og í eldfast mót og bakað í 4-8 mínútur eftir því hversu mikið þið viljið hafa kjötið eldað.
-
Þegar kartöflurnar og buffin eru orðin tilbúin hitið þið brauðið, annað hvort á pönnu á mjög lágum hita eða ofni í nokkrar sekúndur. Síðan er hamborgaranum púslað saman á þann hátt sem þið viljið. Við mælum með brauðbotn, sósa, tómatsneiðar, salat, hamborgarabuff með piparosti, pikklaðar gúrkusneiðar, sósu og brauðtoppur. En þið gerið þetta bara nákvæmlega eins og þið viljið.
Hamborgara buff 120 gr. (Nautakjöt)
Hamborgara brauð (Vatn, ger, hveiti, salt)
Hamborgara sósan frá matseðli. (Repjuolía, eggjarauður, vatn, krydd, sinnepsduft, edik, sykur, salt, rotvarnarefni e211, e202)(Tómatmauk, sykur, salt, edik krydd, benzoat, E260), (svartur pipar, cayenne pipar, agúrkur, sellery salt, edik,
Forsteikt kartöflusmælki (kartöflur, salt, canola olía)
Piparostur (ostur, smjör, bræðslusölt(e450, e452) svartur pipar, hvítur pipar, rotvarnarefni E202)
Agúrkusalat (agúrkur, sykur, edik, vatn, ferskt dill
Hvítlaukskryddið okkar (þurkkaður hvítlaukur, steinselja)
Vinsamlegast athugið að í eldhúsinu eru meðhöndlaðar jarðhnetur og semsamfræ.