Lambasteik krydduð með hvítlauk og döðlum, sveppasósu, brokkolísalati og steiktu salati
20 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar:
Tæki og tól: Skurðarbretti, steikarpönnu, skurðarhníf, töng, eldfast mót
Hráefni
Lambamjöðm
Brokkolísalat
Sveppasósa
Little gem salat
Vínber
Jógúrtsósa
Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.
- Hitið ofninn í 180°c með blæstri.
- Takið lambakjötið úr pokanum og setjið á brettið. Hitið pönnu með 2-3 msk. af steikingarolíu. Saltið og piprið kjötið meðan pannan hitnar. Steikið kjötið í um 2 mínútur á hvorri hlið. Færið síðan kjötið yfir á eldfast mót og eldið í 10-12 mínútur.
- Á meðan kjötið eldast, gerið þið ferska salatið tilbúið. Skerið hvern haus í tvennt eftir endilöngu. Setjið pönnu á helluna og hitið ásamt 2-3 msk. af ólífuolíu. Á meðan pannan hitnar saltið þið salatið á báðum hliðum. Steikið síðan salatið í 30 – 40 sekúndur á hvorri hlið. Setjið salatið á fat eða bakka til að bera það fram í. Skerið vínber í sneiðar eða báta, eftir smekk og raðið á salat hausana. Setjið síðan jógúrtsósuna yfir.
- Setjið brokkolísalatið í skál
- Hitið upp sveppasósuna ef þið viljið hafa heita sósu, en hún er mjög góð köld líka
- Verði ykkur að góðu.
Ps. Þessi réttur hentar líka mjög vel á grillið
Innihaldslýsing
Köfte lambahakk (lambahakk, laukur, hvítlaukur, salt, cumin, chili pipar, timian, matarsóti)Sýrt rauðkál (rauðkál, sykur, vatn, epla cider vinegar)Jógúrtbrauð (mjólk, jógúrtgerlar, hveiti, salt, lyftiduft (maís sterkja, sítrus sýra)Muhamara paprikumauk (sterk paprika fersk, salt, sítrónudjús, valhnetur, potasium sorbate E-202)Hummus (kjúklingabaunir, salt, ascorbinsýa (e300) sesamfræ (maukuð))Vinsamlegast athugið að í eldhúsinu eru meðhöndlaðar jarðhnetur og semsamfræ.