Einfalt
Ítalskar kjötbollur með tagliatelle og parmesan osti
20 mínútur
Hráefni
Nautahakk
Tagliatelle
Egg
Ritzkex kryddblanda
Ruccola salat
Parmesan ostur
Mozzarella ostur rifinn
Napolitana sósa
Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.
Uppskrift:
- Blandið saman nautahakki, eggi, ritzkexblöndu og rifna mozarella ostinum.
- Búið til bollur á stærð við golfbolta úr hakkblöndunni
- Hitið pönnu upp í meðalhita ásamt 2-3 msk. af olíu. Steikið bollurnar í um 1 mínútu á hvorri hlið. Þegar búið er að brúna bollurnar vel hellið þið napolitana sósunni yfir bolurnar og bollurnar látnar sjóða í sósunni á mjög vægum hita í 3-4 mínútur með loki yfir pönnunni.
- Meðan bollurnar eldast sjóðum við pastað. Vatn látið sjóða, bætt út í olíu og salt. Þegar vatnið er farið að sjóða er pastað sett út í pottinn og pastað soðið í 8-10 mínútur. Pastað er síðan sigtað frá vatninu.
- Bollurnar og tagliatellið er síðan borið fram með parmesan og ruccola salati.
- Verði ykkur að góðu!
Nautahakk, Tagliatelle(Hveiti(durum fínmalað), egg, ritzkexkryddblanda (Ritzkex(hveiti, sólblómaolía, sykur, glúkósa síróp, lyftiduft(calcíum phosphate, amonium carbonates, sodium carponates, potatssium, cabonat, salt, bygg,(gæti innihaldið egg, mjólk, sesamfræ), oregano, timian.Ruccola salat.Parmesan ostur (mjólk, salt, ostahleypir, lysozym úr eggjum).Mozzarella ostur rifinn ( Mjólk, undanrenna, salt, kekkjavarnarefni (sellulósi), ostahleypir, sýra (ediksýra).Napolitana sósa (Tómatar, salt, laukur, hvítlaukur, steinselja, basil, chili flögur).