Jógúrt brauð með steiktu grænmeti, hummus og pestó

25 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Mjólk og mjólkurafurðir, hveiti, sesam fræ
Tæki og tól:skurðarbretti, skurðarhnífur, Teflon steikarpanna, Töng eða pönnu spaði

Hráefni í kassa

Paprika

Kúrbítur

Eggaldinn

Rauðlaukur

Hummus

Pestó

Jógúrt brauðbollur 

Þú þarft að eiga: Ólífuolíu, salt, steikingarolíu

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°c.
 2. Byrjum á því að skera eggaldin í um það bil 1 cm þykkar sneiðar. Saltið sneiðarnar og raðið þeim upp í turn og látið standa. Þá takið þið kúrbítinn, paprikuna, og rauðlaukin og skerið í sneiðar eða bita sem eru álíka þykkar og eggaldin sneiðarnar.
 3. Þegar þessu er lokið skolið þið saltaða eggaldinið upp úr köldu vatni og þerrið á klút eða með pappír.
 4. Síðan takið þið pönnu og hitið upp í meðalhita. Setjið 2-3 msk. af olíu á pönnuna og steikið grænmetissneiðarnar í 1-2 mínútur á hvorri hlið og setjið í eldfast mót. Setjið inn í ofn og bakið í um 10 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt.
 5. Meðan grænmetið bakast gerið þið brauðin klár. Setjið smá hveiti á brettið og leggið brauðkúluna ofan á hveiti. Fletjið hana út með höndunum og síðan með kökukeflinu í um 2-3 millimetra þykkar pönnukökur. Setjið þá teflon pönnuna á helluna og hitið hana upp í meðalhita. Steikið brauðið á þurri pönnunni þangað til það fara að myndast litlar loftbólur á hliðinni sem snýr upp, snúið þá brauðinu við og steikið hinu megin. Leggið þá brauðið á viskustykki og leggið yfir það til að halda því heitu og mjúku.
 6. Þá ætti grænmetið að vera orðið fulleldað og rétturinn orðin tilbúin. Smyrjið flatbrauðið með hummus og raðið grænmetinu ofan á. Dreifið svo pestó yfir allt saman.Verði ykkur að góðu.

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°c.
 2. Byrjum á því að skera eggaldin í um það bil 1 cm þykkar sneiðar. Saltið sneiðarnar og raðið þeim upp í turn og látið standa. Þá takið þið kúrbítinn, paprikuna, og rauðlaukin og skerið í sneiðar eða bita sem eru álíka þykkar og eggaldin sneiðarnar.
 3. Þegar þessu er lokið skolið þið saltaða eggaldinið upp úr köldu vatni og þerrið á klút eða með pappír.
 4. Síðan takið þið pönnu og hitið upp í meðalhita. Setjið 2-3 msk. af olíu á pönnuna og steikið grænmetissneiðarnar í 1-2 mínútur á hvorri hlið og setjið í eldfast mót. Setjið inn í ofn og bakið í um 10 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt.
 5. Meðan grænmetið bakast gerið þið brauðin klár. Setjið smá hveiti á brettið og leggið brauðkúluna ofan á hveiti. Fletjið hana út með höndunum og síðan með kökukeflinu í um 2-3 millimetra þykkar pönnukökur. Setjið þá teflon pönnuna á helluna og hitið hana upp í meðalhita. Steikið brauðið á þurri pönnunni þangað til það fara að myndast litlar loftbólur á hliðinni sem snýr upp, snúið þá brauðinu við og steikið hinu megin. Leggið þá brauðið á viskustykki og leggið yfir það til að halda því heitu og mjúku.
 6. Þá ætti grænmetið að vera orðið fulleldað og rétturinn orðin tilbúin. Smyrjið flatbrauðið með hummus og raðið grænmetinu ofan á. Dreifið svo pestó yfir allt saman.Verði ykkur að góðu.
Innihaldslýsing

Hummus (kjúklingabaunir, vatn salt, ólífuolía, sítrónusafi, hvítlaukur, sesamfræ)Pestó (kóríander, klettasalat, steinselja, basil, graskersfræ, parmesan ostur (Mjólk, mjólkursýrugerlar, lysozyme eggjaprótein) ólífuolía, salt) hvítlaukurJógúrt brauðbolla (Jógúrt hrein, hveiti, salt, lyftiduft)Vinsamlegast athugið að í eldhúsinu eru meðhöndlaðar jarðhnetur og semsamfræ.

Skoða matseðilinn

Content missing