Kasjúhnetu kjúklingur með hrísgrjónum og blómkáli.

30 mínutur

Þekktir ofnæmisvaldar: Hnetur, soya, fiskur

Tæki og tól: Skurðabretti, skurðarhnífur, Teflon panna, Suðupottur, hvítlaukspressa.

Hráefni

Kjúklingalæri

Laukur

Hvítlaukur

Chili

Vorlaukur

Ostrusósa

kasjúhnetur

Jasmin hrísgrjón

Blómkál

Maizena mjöl

Þú þarft að eiga:  salt, steikingarolíu

 1. Hrísgrjón: Setjið hrísgrjónin í pott ásamt vatni, 1 hluti hrísgrjón á móti 2 hlutum af vatni og smá salt. Látið suðuna koma upp og hrísgrjónin sjóða rólega í 10 mínútur. Takið pottinn af hellunni og látið standa með lokinu á þar til annað er tilbúið. 
 2. Undirbúningur: Skerið lauk í sneiðar, vorlaukinn í 3 cm bita, blómkálið smátt, chilli í sneiðar og saxið hvítlaukinn smátt.
 3. Kjúklingurinn: Skerið kjúklingalæri í litla bita og setjið í skál. Hellið Maizena mjölinu yfir kjúklinginn og blandið vel saman. 
 4. Eldun: Hitið djúpa pönnu upp í miðlungshita. Hellið ca 4 msk. af steikingarolíu á pönnuna og látið laukinn og hvítlaukinn mýkjast í um 1 til 2 mínútur en hrærið allan tímann. Bætið kjúklingnum út í og steikið í 2 til 3 mínútur í viðbót. Vorlauk og chilli er nú bætt við og eldað í 1 mínútu.
 5. Sósan: Lækkið hitann. Hellið sósunni út á og blandið öllu vel saman. Í lokin bætið þið við ristuðu kasjúhnetunum.

 1. Setjið hrísgrjón í pott ásamt vatni. Hlutföllin eru 1 hluti hrísgrjón og 2 hlutar vatn. Setjið smá salt og nokkra dropa af ólífuolíu. Setjið pottinn á helluna og látið suðuna koma upp, lækkið þá niður í pottinum og látið malla í 8-10 mínútur. Látið þá pottinn standa með loki yfir þar til Cashew kjúklingurinn er tilbúinn. 
 2. Skerið lauk í sneiðar. Fínt skerið hvítlauk eða takið í hvítlaukspressu. Skerið chili í sneiðar (má sleppa ef þið viljið hafa réttinn mildan) Skerið Vorlauk í cirka 3 cm langa bita. Skerið brokkolíið smátt. 
 3. Skerið kjúklingalærin í litla bita og setjið í skál. Hellið corn sterkjunni yfir kjúklinginn og blandið vel saman við. 
 4. Hitið pönnu og setjið um 4-5 msk. af olíu út á. Þegar pannan er orðin heit setjið þið lauk og hvítlauk út á pönnuna og látið mýkjast í olíunni í um 1-1 ½  mínútu.  Hrærið allan tímann. Bætið síðan kjúklingabitunum út í og haldið afram að steikja í 2-3 mínútur í viðbót. Bætið síðan út á chili, og vorlauk út á og steikjið áfram í um það bil 1 og ½ mínútu. Lækkið þá niður í pönnunni og bætið sósunni út í pönnuna ásamt blómkálinu og veltið öllu hráefninun saman við sósuna og látið malla áfram í rólegheitunum þar til mest öll sósan er orðin blönduð við grænmetið. Í lokin fer síðan brúnuðu cashew hneturnar út í pönnuna og öllu blandað vel saman.
 5.  
 6.  
Innihaldslýsing

Kjúklingalæri, Laukur, hvítlaukur, chili, vorlaukur, jasmin hrísgrjón, blómkál, maizena mjöl, sósa(ostrusósa (vatn, sykur, salt, maíssterkja, bragðbætir (e621) ostrukraftur(fiskur), hveiti, litarefni (E150c)), Soyja sósa(vatn, sojabaunir, hveiti, salt, alkahól) fiskisósa (ansjósur(fiskur), salt, sykur vatn) vatn, sykur)Steiktar cashew hnetur ( Cashew hnetur, repjuolía)

Content missing