Matvælafyrirtækið Icelandic Food Company (IFC) hefur keypt Matseðil ehf. IFC sérhæfir sig í framleiðslu á tilbúnum réttum fyrir verslanir með áherslu á ferskleika, frumleika og gæði. Munu þessi kaup IFC á Matseðli hjálpa báðum fyrirtækjum við að auka vöruúrval til viðskiptavina okkar.
Það hefur jafnframt verið tekin sú ákvörðun að stoppa sölu matarpakka Matseðils tímabundið meðan unnið er að því að sameina fyrirtækin og móta framtíðarstefnu hins nýja sameinaða félags. Við stefnum að því að hefja aftur sölu á matarpökkum í mars/apríl og munum þá vera með meira úrval af réttum og nýjungar sem við munum kynna þegar nær dregur.
Hlökkum til að sjá ykkur aftur í vor!