Kjúklinga Souvlaki með papriku, jógúrt sósu og salati

40 mínutur

Þekktir ofnæmisvaldar: Mjólk, 

Tæki og tól: Panna, skurðarbretti, eldfast mót, Rifjárn

Næringargildi:

Kcal: 56 KJ: 234 Prótein: 6.9 g Fita: 1.1 g Kolvetni: 3.7 g Sykur 3.6 g Trefjar: 1.5 g

Hráefni

Kjúklingabringur

Sitróna

Kryddblanda (oregano og paprika)

Jógúrt

Agúrka

Paprika

Vínber

Kirsuberjatómatar

Grillpinnar

Þú þarft að eiga: Steikingarolíu, Jómfrúarolíu, salt. 

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°c með blæstri.
 2. Rífið börkin af sítrónu og kreistið safan úr henni. Setjið allt saman í skál ásamt oregano, papriku kryddblöndunni.
 3. Skerið kjúklingabringurnar í 8 bita hverja bringu. Reynið að hafa alla bita svipað stóra. Leggið síðan kjúklinginn í sítrónu kryddlöginn og blandið vel saman. Látið standa í 10 mínútur
 4. Meðan kjúklingurinn marenerast gerið þið jógúrtsósuna. Skerið agúrku í litla bita og blandið saman við jógúrtina. Bætið út í 2-3 msk. af jómfrúarolíu og hrærið. 
 5. Kjarnhreinsið paprikuna og skerið í helming. Skerið síðan paprikuna níður í bita sem hægt er að þræða á grillspjótin með kjúklingnum.
 6. Þegar kjúklingurinn er búinn að marenerast í 10 mínútur þá raðið þið honum á grillspjótin til skiptist við paprikuna. Það eiga að komast 8 bitar af kjúkling og 8 bitar af papriku á hvert spjót. Saltið spjótin eftir smekk.
 7. Hitið pönnu upp í meðalhita og setjið 2-3 msk. af steikingarolíu á pönnuna. Steikið spjótin í um 2 mínútur á hvorri hlið. Setjið síðan spjótin á eldfast mót og bakið í 20 – 25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
 8. Meðan kjúklingurinn eldast gerið þið salatið. Skerið eða rífið niður salatblönduna og Skerið vínberin og kirsuberjatómatana niður í bita. Blandið síðan öllu saman og setjið jómfrúarolíu út á eftir smekk.
 9. Þegar kjúklingurinn er orðinn fulleldaður er máltíðin tilbúin.
 10. Verði ykkur að góðu.
Upload Image...
  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°c með blæstri.
  2. Rífið börkin af sítrónu og kreistið safan úr henni. Setjið allt saman í skál ásamt oregano, papriku kryddblöndunni.
  3. Skerið kjúklingabringurnar í 8 bita hverja bringu. Reynið að hafa alla bita svipað stóra. Leggið síðan kjúklinginn í sítrónu kryddlöginn og blandið vel saman. Látið standa í 10 mínútur
  4. Meðan kjúklingurinn marenerast gerið þið jógúrtsósuna. Skerið agúrku í litla bita og blandið saman við jógúrtina. Bætið út í 2-3 msk. af jómfrúarolíu og hrærið. 
  5. Kjarnhreinsið paprikuna og skerið í helming. Skerið síðan paprikuna níður í bita sem hægt er að þræða á grillspjótin með kjúklingnum.
  6. Þegar kjúklingurinn er búinn að marenerast í 10 mínútur þá raðið þið honum á grillspjótin til skiptist við paprikuna. Það eiga að komast 8 bitar af kjúkling og 8 bitar af papriku á hvert spjót. Saltið spjótin eftir smekk.
  7. Hitið pönnu upp í meðalhita og setjið 2-3 msk. af steikingarolíu á pönnuna. Steikið spjótin í um 2 mínútur á hvorri hlið. Setjið síðan spjótin á eldfast mót og bakið í 20 – 25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
  8. Meðan kjúklingurinn eldast gerið þið salatið. Skerið eða rífið niður salatblönduna og Skerið vínberin og kirsuberjatómatana niður í bita. Blandið síðan öllu saman og setjið jómfrúarolíu út á eftir smekk.
  9. Þegar kjúklingurinn er orðinn fulleldaður er máltíðin tilbúin.
  10. Verði ykkur að góðu.
Innihaldslýsing

Kjúklingur, Sítróna, oregano, paprikuduft, Jógúrt (mjólk, mjólkurgerlar) Agúrka, paprika, vínber, tómatar

*Vinsamlegast athugið að í eldhúsinu eru meðhöndlaðar jarðhnetur og semsamfræ.

Content missing