Kjúklinga Enchilada með gylltum osti og pico de gallo

30 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Hveiti, mjólkurvörur

Tæki og tól: Eldfast mót, skurðarbretti, skurðarhnífur, skál

Prenta uppskrift

Hráefni

Hveiti tortillur

Rifinn kjúklingur

Tómatar

Enchilada sósa

Rifinn ostur

Kóríander

Sýrður rjómi

Límóna

Rauðlaukur

Þú þarft að eiga: Salt, pipar

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum og stillið hitann á 200°c. 
 2. Takið til tortillurnar staflaðar í bunka, helminginn af rifna ostinum, helminginn af enchilada sósunni og allann rifna kjúklinginn og verið með tilbúið við höndina. Fyrst setjið þið kjúkling ofan á tortilluna, eina skeið af enchilada sósunni, smá klípu af osti og síðan er tortillunni rúllað upp og hún færð í eldfast mót. Þetta er endurtekið þar til allar tortillurnar eru fylltar. Muniði bara að skipta kjúklingnum jafnt á milli allra tortillana svo þær séu allar jafn stórar. 
 3. Þegar allar tortillurnar eru upprúllaðar og komnar í eldfasta mótið er restinni af enchilada sósunni smurð ofan á og ostinum stráð yfir. Allt sett inn í ofn og bakað í 20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.
 4. Meðan tortillurnar eru að bakast gerum við pico de gallo klárt. Takið rauðlaukinn, skrælið og skerið í litla bita, næst takið þið tómatana og skerið einnig í litla bita. Þá er kóríanderinn saxaður smátt og öllu blandað saman. Smakkið til með salti, pipar og límónu safa.  
 5. Þegar tortillurnar eru búnar að bakast, dreifið þið nokkrum matskeiðum af sýrða rjómanum ofan á, og síðan pico de gallo yfir. 
 6. Verði ykkur að góðu.

 1. Kveikið á ofninum og stillið hitann á 200°c. 
 2. Takið til tortillurnar staflaðar í bunka, helminginn af rifna ostinum, helminginn af enchilada sósunni og allann rifna kjúklinginn og verið með tilbúið við höndina. Fyrst setjið þið kjúkling ofan á tortilluna, eina skeið af enchilada sósunni, smá klípu af osti og síðan er tortillunni rúllað upp og hún færð í eldfast mót. Þetta er endurtekið þar til allar tortillurnar eru fylltar. Muniði bara að skipta kjúklingnum jafnt á milli allra tortillana svo þær séu allar jafn stórar. 
 3. Þegar allar tortillurnar eru upprúllaðar og komnar í eldfasta mótið er restinni af enchilada sósunni smurð ofan á og ostinum stráð yfir. Allt sett inn í ofn og bakað í 20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.
 4. Meðan tortillurnar eru að bakast gerum við pico de gallo klárt. Takið rauðlaukinn, skrælið og skerið í litla bita, næst takið þið tómatana og skerið einnig í litla bita. Þá er kóríanderinn saxaður smátt og öllu blandað saman. Smakkið til með salti, pipar og límónu safa.  
 5. Þegar tortillurnar eru búnar að bakast, dreifið þið nokkrum matskeiðum af sýrða rjómanum ofan á, og síðan pico de gallo yfir. 
 6. Verði ykkur að góðu.
Innihaldslýsing

Hveiti Tortillur (hveiti, salt, malic sýra, repjuolía, sykur, salt).

Rifinn kjúklingur eldaður (kjúklingabringa, gulrætur, laukur, þurrkaður chili, salt) Kjúklingakjöt (88%), vatn, salt, dextrósi, bindiefni: E451, gerextrakt, þráavarnarefni: E301, sykur, glúkósasíróp, laukur, þykkingarefni: E410 og E407, rósmarín, hvítur pipar, bragðefni.

Enchiladasósa (tómatar, salt, chili duft, kúmín, hvítlauksduft, oregano, hveiti, kanil, edik, pipar).

Ostur (mjólkundanrenna, salt, kekkjavarnarefni (sellulósi), ostahleypir, sýra (ediksýra)). Hreinn Mozzarella 21%.

Sýrður rjómi (nýmjólk sýrð með mjólkurgerlum)

Content missing