Kjúklingur í grænu karrý með steiktu grænmeti

25 mínutur

Þekktir ofnæmisvaldar: 

Tæki og tól: Djúp steikarpanna, pottur fyrir hrísgrjón, skurðarbretti og skurðarhnífur.

Hráefni

Kjúklingabringa

Grænt karrý frá Matseðli

 Snjóbaunir

Sveppir

Kókósmjólk

Kjúklingakraftur

Kóríander

Lime

Hrísgrjón

Þú þarft að eiga: Ólífuolíu, salt, steikingarolíuUpplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

 1. Byrjum á því að sjóða hrísgrjónin. Setjið hrísgrjónin í pott, og setjið nákvæmlega helmingi meira vatn en hrísgrjón. Bætið smá salti í pottinn og látið suðuna koma upp og látið síðan sjóða í 8-10 mínútur með lok yfir pottinum. Látið síðan pottinn standa með lokinu yfir þar til máltíðin er tilbúin
 2. Meðan hrísgrjónin sjóða skerið þið sveppi í fjórðunga og kjúklingabringurnar í 2-3 cm bita. 
 3. Setjið pönnu á helluna og hitið upp í meðalhita ásamt 3-4 msk. af steikingarolíu. Síðan steikið þið kjúklingabitana í 2-3 mínútur eða þar til þeir hafa náð gyltum og fallegum lit. Takið kjúklinginn af pönnunni og geymið til hliðar. 
 4. Gerið eins með sveppina. Steikið í 2-3 mínútur og geymið til hliðar. 
 5. Setjið pönnuna aftur á helluna og látið hana hitna upp í meðalhita. Setjið græna karríið sem fylgdi með á pönnuna og látið það ristast aðeins á pönnunni í 10-15 sekúndur. Hellið kókósmjólkinni út á pönnuna ásamt 200 ml. af vatni og kjúklingateningnum. Látið suðuna koma upp og sjóðið varlega í 1-2 mínútur.
 6. Bætið núna steikta kjúklingnum og sveppunum út í sósuna og látið sjóða í 3-4 mínútur, eða þar til blandan fer að þykkna. Skerið snjóbaunir í 2 cm bita og bætið út í réttinn og látið sjóða áfram í ca 1 mínútumínútur. Í lokin er lime safi kreistur út í og kóríander sett yfir. 
 7. Verði ykkur að góðu

 1. Byrjum á því að sjóða hrísgrjónin. Setjið hrísgrjónin í pott, og setjið nákvæmlega helmingi meira vatn en hrísgrjón. Bætið smá salti í pottinn og látið suðuna koma upp og látið síðan sjóða í 8-10 mínútur með lok yfir pottinum. Látið síðan pottinn standa með lokinu yfir þar til máltíðin er tilbúin
 2. Meðan hrísgrjónin sjóða skerið þið sveppi í fjórðunga og kjúklingabringurnar í 2-3 cm bita. 
 3. Setjið pönnu á helluna og hitið upp í meðalhita ásamt 3-4 msk. af steikingarolíu. Síðan steikið þið kjúklingabitana í 2-3 mínútur eða þar til þeir hafa náð gyltum og fallegum lit. Takið kjúklinginn af pönnunni og geymið til hliðar. 
 4. Gerið eins með sveppina. Steikið í 2-3 mínútur og geymið til hliðar. 
 5. Setjið pönnuna aftur á helluna og látið hana hitna upp í meðalhita. Setjið græna karríið sem fylgdi með á pönnuna og látið það ristast aðeins á pönnunni í 10-15 sekúndur. Hellið kókósmjólkinni út á pönnuna ásamt 200 ml. af vatni og kjúklingateningnum. Látið suðuna koma upp og sjóðið varlega í 1-2 mínútur.
 6. Bætið núna steikta kjúklingnum og sveppunum út í sósuna og látið sjóða í 3-4 mínútur, eða þar til blandan fer að þykkna. Skerið snjóbaunir í 2 cm bita og bætið út í réttinn og látið sjóða áfram í ca 1 mínútumínútur. Í lokin er lime safi kreistur út í og kóríander sett yfir. 
 7. Verði ykkur að góðu
Innihaldslýsing

Grænt karrý (Hvítlaukur, laukur, engifer, lemongras, lime lauf, grænt chili, kóríander)

Content missing