Kókós kjúklingur með kóríander og hrísgrjónum

20 mínutur

Þekktir ofnæmisvaldar: Sojabaunir, bygg, skelfiskur, egg, jarðhnetur, sesam, sellerí, soyja

Tæki og tól: Gróft rifjárn, hnífur, skurðarbretti, steikar panna, pottur, skurðarhnífur, sleif

Prenta uppskrift

Hráefni

Kjúklingalæri úrbeinuð

Kókossósa

Gulrætur

Bok choy

Jasmin hrísgrjón

Límóna

Ferskt kóriander

Þú þarft að eiga: Steikingarolíu, salt, pipar

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

 1. Setjið hrísgrjónin í pott ásamt vatni. Þegar hrísgrjón eru soðin er almenna reglan að setja 1 hluta hrísgrjón og 2 hluta vatn, þ.e. helmingi meira vatn. Saltið smá eftir smekk. Látið suðuna koma upp og látið hrísgrjónin sjóða rólega í 10 mínútur. Takið síðan af hellunni og látið pottinn standa með lokinu á þar til annað er tilbúið.
 2. Meðan hrísgrjónin sjóða, takið þið grænmetið og skerið og gerið tilbúið fyrir notkun. Mikilvægt er að blanda ekki grænmetinu saman á þessu stigi. Skrælið gulrótina og rífið hana í grófu rifjárni. Þá takið þið bok choy og skerið toppinn af og skerið smátt. Kjarna hlutann af bok choy skerið þið í fjóra bita eða lauf. Límóna er þá kreist í sítrónupressu eða bara með gaffli ef þið eigið ekki sítrónupressu. Kóríander er síðan smátt skorinn.
 3. Skerið hvert kjúklingalæri í fjóra – fimm bita og saltið og piprið.
 4. Takið pönnu og hitið á eldavélinni upp í miðlungshita. Hellið ca 2 msk. af steikingarolíu á pönnuna. Setjið kjúklingabitana á og látið brúnast vel á öllum hliðum. Þetta ætti að taka ykkur 2-4 mínútur.
 5. Þegar kjúklingabitarnir eru orðnir fallega brúnir bætið þið rifnu gulrótunun og  bok choy á pönnuna og látið mýkjast. 
 6. Þá er sósugrunni bætt við og látið sjóða í 4-5 mínútur eða þar til sósan er farin að þykkjast. Í lokin er límónu safanum og fínt skorna kóríandernum bætt út í réttinn. 
 7. Þá ættu hrísgrjónin að vera orðin fullkomin og það eina sem á eftir að gera er að setjast niður með fjölskyldunni og njóta matarins.

 1. Setjið hrísgrjónin í pott ásamt vatni. Þegar hrísgrjón eru soðin er almenna reglan að setja 1 hluta hrísgrjón og 2 hluta vatn, þ.e. helmingi meira vatn. Saltið smá eftir smekk. Látið suðuna koma upp og látið hrísgrjónin sjóða rólega í 10 mínútur. Takið síðan af hellunni og látið pottinn standa með lokinu á þar til annað er tilbúið.
 2. Meðan hrísgrjónin sjóða, takið þið grænmetið og skerið og gerið tilbúið fyrir notkun. Mikilvægt er að blanda ekki grænmetinu saman á þessu stigi. Skrælið gulrótina og rífið hana í grófu rifjárni. Þá takið þið bok choy og skerið toppinn af og skerið smátt. Kjarna hlutann af bok choy skerið þið í fjóra bita eða lauf. Límóna er þá kreist í sítrónupressu eða bara með gaffli ef þið eigið ekki sítrónupressu. Kóríander er síðan smátt skorinn.
 3. Skerið hvert kjúklingalæri í fjóra – fimm bita og saltið og piprið.
 4. Takið pönnu og hitið á eldavélinni upp í miðlungshita. Hellið ca 2 msk. af steikingarolíu á pönnuna. Setjið kjúklingabitana á og látið brúnast vel á öllum hliðum. Þetta ætti að taka ykkur 2-4 mínútur.
 5. Þegar kjúklingabitarnir eru orðnir fallega brúnir bætið þið rifnu gulrótunun og  bok choy á pönnuna og látið mýkjast. 
 6. Þá er sósugrunni bætt við og látið sjóða í 4-5 mínútur eða þar til sósan er farin að þykkjast. Í lokin er límónu safanum og fínt skorna kóríandernum bætt út í réttinn. 
 7. Þá ættu hrísgrjónin að vera orðin fullkomin og það eina sem á eftir að gera er að setjast niður með fjölskyldunni og njóta matarins.
Innihaldslýsing

Kókossósa (kókósmjólk, vatn, polysorbate 60, guar gum, súlfíð, cellulose, Gochujang chili paste (skelfiskureggjarðhnetur, laktósi, sellerísinnep, sesamfræ, súlfíðlupína, soya baunir)

*Vinsamlegast athugið að í eldhúsinu eru meðhöndlaðar jarðhnetur og semsamfræ.

Content missing