Kornflex kjúklingur með snjóbaunum og hunangssinnepssósu

20 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar: Bygg, hveiti, egg, sinnep
Tæki og tól: Steikarpanna, skurðarhnífur, skurðarbretti, eldfast mót

Næringargildi í 100 gr.

Orka: 836 kj/199 kcal, Prótein: 11.8, Fita: 8.2, kolvetni: 19.1, Trefjar: 1.0

Hráefni

Kjúklingabringa

Kornflex kryddblanda

Hveiti

Egg

Snjóbaunir

Hunangssinnepssósa

Þetta er í pokanum þínum ef þú pantar kornflex kjúkling!

Þú þarft að eiga: Salt og pipar

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

Uppskrift:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°c með blæstri.
 2. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt eftir endilöngu. Hellið hveiti í eina skál, kornflex kryddblöndu í aðra skál og síðan brjótið þið eggið í þriðju skálina. Hrærið eggið upp með gafli eða pískara.
 3. Síðar veltið þið kjúklingastrimlunum upp úr hveiti, síðan í eggið og að lokum í kornflex kryddblönduna. Gerið þetta við alla strimlana, hvern fyrir sig.
 4. Raðið síðan kjúlingastrimlunum í eldfast mót og bakið í ofni á 180°c í 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
 5. Meðan kjúklingurinn eldast steikjum við snjóbaunirnar. Hitið pönnu upp í meðalhita með 2 msk. af olíu. Steikið baunirnar í 2-3 mínútur og veltið þeim til á pönnunni allan tímann svo þær eldist jafnt. Saltið eftir smekk.
 6. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er máltíðin klár.

Uppskrift:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°c með blæstri.
 2. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt eftir endilöngu. Hellið hveiti í eina skál, kornflex kryddblöndu í aðra skál og síðan brjótið þið eggið í þriðju skálina. Hrærið eggið upp með gafli eða pískara.
 3. Síðar veltið þið kjúklingastrimlunum upp úr hveiti, síðan í eggið og að lokum í kornflex kryddblönduna. Gerið þetta við alla strimlana, hvern fyrir sig.
 4. Raðið síðan kjúlingastrimlunum í eldfast mót og bakið í ofni á 180°c í 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
 5. Meðan kjúklingurinn eldast steikjum við snjóbaunirnar. Hitið pönnu upp í meðalhita með 2 msk. af olíu. Steikið baunirnar í 2-3 mínútur og veltið þeim til á pönnunni allan tímann svo þær eldist jafnt. Saltið eftir smekk.
 6. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er máltíðin klár.
Innihaldslýsing

Kjúklingabringa

Kornflex kryddblanda (Maize, sykur, salt, bygg, malt extract, oregano)

Hveiti (hveiti)

Egg (egg)

Snjóbaunir

Hunangssinnepssósa (majónes(Repjuolía, eggjarauður, vatn, krydd, sinnepsduft, edik, sykur, salt, rotvarnarefni E211, E202), Sýrður rjómi(unanrenna og rjómi, sýrður með mjólkurgerlum, gelatín, ostahleypir), Dijon sinnep(Vatn, sinnepsfræ, edik, salt, potassium metabisulphite, sítrus sýra) hunang.

Content missing