Lambakebab með steiktu jógúrtbrauði og agúrku-feta jógúrtsósu

Gott að vita: Takið jógúrtbrauðdeigið úr kæli um 20 mínútum áður en þið fletjið það út, þá er auðveldara að vinna með það.

30 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Hveiti, mjólkurafurðir.

Tæki og tól: Skurðarbretti, skurðarhnífur, eldfast mót, steikarpanna, skál, kökukefli. 

Hráefni

Lambakjötsbitar (marineraðir)

Viðargrillspjót

Agúrka

Fetaostur

Hreint jógúrt

Límóna

Jógúrtbrauð (óbakað)

Myntulauf

Þú þarft að eiga: Extra virgin ólífuolíu, steikingarolíu, salt, smá hveiti,

Upplýsingar um innihaldslýsingu 

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°c.
 2. Takið marineruðu lambabitana og raðið þeim á grillspjótin. Setjið 4-5 bita á hvert spjót. Raðið síðan spjótunum á eldfast mót og eldið í ofni í 15-18 mínútur.
 3. Næst gerið þið jógúrtsósuna. Blandið saman jógúrtinu og fetaostinum. Kremjið ostinn aðeins með skeið þegar hann er kominn í jógúrtið. Síðan takið þið gúrku og skerið í bita og setjið út í jógúrtið. Í lokin er mynta smátt skorin og sett út í. Smakkað til með lime safa og salti. 
 4. Skerið salatið niður og setjið smá extra virgin ólífu olíu á það og blandið saman í skál. 
 5. Jógúrtbrauð. Setjið smá hveiti á borðið og veltið brauðbollunni upp úr hveitinu. Síðan fletjið þið bolluna út með höndunum og rúllið það síðan með kökukeflinu. Brauðið er best ef þið náið að fletja það út í 2-4 millimetra þykka pönnuköku. 
 6. Setjið pönnuna á helluna og hituð upp í rúman meðalhita. Þegar pannan er orðin heit setjið þið brauðið (ekki nota olíu á pönnuna) á pönnuna og steikið í 20-30 sekúndur, eða þegar það fara að myndast loftbólur þá snúið þið henni við og steikið á hinni hliðinni. Síðan er brauðinu velt nokkrum sinnum á pönnunni í 5-10 sekúndur á hvorri hlið þar til brauðið fer að þenjast út. Þá er það tilbúið. Leggið síðan brauðið inn í viskastykki, þá helst það heitt og mjúkt. 
 7. Þegar kebabspjótin eru orðin fullelduð er máltíðin tilbúin. 
 8. Verði ykkur að góðu.

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°c.
 2. Takið marineruðu lambabitana og raðið þeim á grillspjótin. Setjið 4-5 bita á hvert spjót. Raðið síðan spjótunum á eldfast mót og eldið í ofni í 15-18  mínútur.
 3. Næst gerið þið jógúrtsósuna. Blandið saman jógúrtinu og feta ostinum. Kremjið ostinn aðeins með skeið þegar hann er komin í jógúrtið. Síðan takið þið gúrku og skerið í bita og setjið út í jógúrtið. Í lokin er mynta smátt skorin og sett út í. Smakkað til með lime safa og salti. 
 4. Skerið salatið niður og setjið smá extra virgin ólífu olíu á það og blandið saman í skál. 
 5. Jógúrtbrauð. Setjið smá hveiti á borðið og veltið brauðbollunni upp úr hveitinu. Síðan fletjið þið bolluna út með höndunum og rúllið það síðan með kökukeflinu. Brauðið er best ef þið náið að fletja það út í 2-4 millimetra þykka pönnuköku. 
 6. Síðan er sett panna á helluna og hituð upp í rúman meðalhita. Þegar pannan er orðin heit setjið þið brauðið (ekki nota olíu á pönnuna) á pönnuna og steikið í 20-30 sekúndur, eða þegar það fara að myndast loftbólur þá snúið þið henni við og steikið á hinni hliðinni. Síðan er brauðinu velt nokkrum sinnum á pönnunni 5-10 sekúndur á hvorri hlið þar til brauðið fer að þenjast út. Þá er það tilbúið. Leggið síðan brauðið inn í viskastykki, þá helst það heitt og mjúkt. 
 7. Þegar kebab spjótin eru orðin fullelduð er máltíðin tilbúin. 
 8. Verði ykkur að góðu.
Innihaldsefni

Lambakjötsbitar marineraðir (tómatar, edik sýra, capers, sólblóma olía, chili, salt, kryddjurtir, kóríander, svartur pipar, kardimommur, cuminfræ, negull, kanil, múskat).

Fetaostur (mjólk, salt, mjólkursýrugerlar, ostahleypir, rauðlaukur, hvítlaukur, krydd, repjuolía).

Hreint Jógúrt (mjólk, jógúrtgerlar).

Jógúrtbrauð (mjólk, jógúrtgerlar, hveiti, salt, lyftiduft (maís sterkja, sítrus sýra).

 

*Vinsamlegast athugið að í eldhúsinu eru meðhöndlaðar jarðhnetur og semsamfræ.

 

Content missing