Lasagne með fersku salati og kirsuberjatómötum

60 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Hveiti, mjólk, egg
Tæki og tól: Skurðarbretti, skurðarhnífur, eldfast mót, skál fyrir salat

Hráefni

Kjötsósa

Bechamel sósa

Pastaplötur mjúkar

Ostablanda

Kirsuberjatómatar

Salat

Balsamic salat dressing

  1. Kveikið á ofninum og hitið hann upp í 180 °c. 
  2. Takið eldfasta mótið og setjið nokkrar matskeiðar af kjötsósunni í botninn. Þá er pastaplötum raðað ofan á þannig að þær hylji allan botninn á fatinu. Síðan er helmingurinn af kjötsósunni settur ofan á pastaplöturnar og helmingurinn af bechamel sósunni ofan á kjötsósuna. Þá er sett annað lag af pastaplötum. Setjið restina af kjötsósunni og bechamel sósunni yfir seinna lagið af pastanu og síðan er ostablöndunni stráð yfir. 
  3. Síðan er þetta sett inn í ofn og bakað í 40 mínútur. 
  4. Á meðan lasagnað er í ofninum þá gerið þið salatið klárt. Skerið salatið niður og kirsuberjatómatana í fjórðunga og blandið saman. Balsamic dressingunni er hellt yfir salatið eða sett í skál til hliðar.

  1. Kveikið á ofninum og hitið hann upp í 180 °c. 
  2. Takið eldfasta mótið og setjið nokkrar matskeiðar af kjötsósunni í botninn. Þá er pastaplötum raðað ofan á þannig að þær hylji allan botninn á fatinu. Síðan er helmingurinn af kjötsósunni settur ofan á pastaplöturnar og helmingurinn af bechamel sósunni ofan á kjötsósuna. Þá er sett annað lag af pastaplötum. Setjið restina af kjötsósunni og bechamel sósunni yfir seinna lagið af pastanu og síðan er ostablöndunni stráð yfir. 
  3. Síðan er þetta sett inn í ofn og bakað í 40 mínútur. 
  4. Á meðan lasagnað er í ofninum þá gerið þið salatið klárt. Skerið salatið niður og kirsuberjatómatana í fjórðunga og blandið saman. Balsamic dressingunni er hellt yfir salatið eða sett í skál til hliðar.
Innihaldslýsing

Kjötsósa (nautahakk, svínahakk, gulrætur tómatar, laukur, salt, hvítlaukur, oregano).

Bechamel sósa (smjörnýmjólkhveitiostur (parmesan).

Pastaplötur mjúkar (egghveiti, salt, rotvarnarefni).

Ostablanda (salt, sellulósi, ostahleypir, ediksýra). 

Balsamic salat-dressing:(ólífuolía, púðursykur, rauðlaukur, balsamic edik)

Content missing