Lasagne með fersku salati og kirsuberjatómötum
60 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar: Hveiti, mjólk, egg
Tæki og tól: Skurðarbretti, skurðarhnífur, eldfast mót, skál fyrir salat
Hráefni
Kjötsósa
Bechamel sósa
Pastaplötur mjúkar
Ostablanda
Kirsuberjatómatar
Salat
Balsamic salat dressing
- Kveikið á ofninum og hitið hann upp í 180 °c.
- Takið eldfasta mótið og setjið nokkrar matskeiðar af kjötsósunni í botninn. Þá er pastaplötum raðað ofan á þannig að þær hylji allan botninn á fatinu. Síðan er helmingurinn af kjötsósunni settur ofan á pastaplöturnar og helmingurinn af bechamel sósunni ofan á kjötsósuna. Þá er sett annað lag af pastaplötum. Setjið restina af kjötsósunni og bechamel sósunni yfir seinna lagið af pastanu og síðan er ostablöndunni stráð yfir.
- Síðan er þetta sett inn í ofn og bakað í 40 mínútur.
- Á meðan lasagnað er í ofninum þá gerið þið salatið klárt. Skerið salatið niður og kirsuberjatómatana í fjórðunga og blandið saman. Balsamic dressingunni er hellt yfir salatið eða sett í skál til hliðar.
Innihaldslýsing
Kjötsósa (nautahakk, svínahakk, gulrætur tómatar, laukur, salt, hvítlaukur, oregano).
Bechamel sósa (smjör, nýmjólk, hveiti, ostur (parmesan).
Pastaplötur mjúkar (egg, hveiti, salt, rotvarnarefni).
Ostablanda (salt, sellulósi, ostahleypir, ediksýra).
Balsamic salat-dressing:(ólífuolía, púðursykur, rauðlaukur, balsamic edik)