Marókkóskt blómkál með couscous

30 mínutur

Þekktir ofnæmisvaldar: 

Tæki og tól: Eldfastmót, pottur fyrir couscous, skurðarbretti og skurðarhnífur.

Hráefni

Blómkál

Couscous

Saltaðar möndlur

Kryddblanda

Sítróna

Rauðlaukur

Mynta

Little gem salat

Tómatar

Ólífur og þurrkaðir ávextir

Þú þarft að eiga: Ólífuolíu, salt, steikingarolíu

Aðferð

 1. Taka til tæki og tól: steikarpanna, hraðsuðuketill eða pottur til að sjóða vatn, skurðarbretti og skurðarhnífur, eldfast mót

 2. Kveikið á ofninum og stillið á 175°c með blæstri

 3. Skerið blómkálið í helming og síðan í sneiðar (pizza sneiðar). Setjið blómkálsbitana í skál og hellið 3 msk. Af extra virgin ólífuolíu yfir. Kryddið veglega með kryddblöndunni sem kom með. Setjið síðan blómkálið í eldfasta mótið.

 4. Skerið rauðlaukin í sneiðar. Hitið pönnu og setjið 2-3 msk. Af olíu á pönnuna. Setjið laukin á pönnuna og kryddið vel með afganginum af kryddblöndunni. Setjið svo 150 ml. Af vatni yfir laukinn og látið suðuna koma. Bætið síðan ávaxtamaukinu út í pönnuna og blandið vel saman. Hellið síðan blöndunni yfir blómkálið og setjið inní ofn í 12-15 mínútur eða þar til blómkálið er orðið mjúkt.

 5. Hitið vatn í hraðsuðukattli. Setjið couscousið í skál ásamt smá salti og extracvirgin ólífuolíu. Skerið myntuna smátt og setjið út í couscousið. Þegar vatnið er orðið heitt hellið þið nákvæmlega sama magni af vatni og þið settuð af couscousi í skálina og hrærið. Setjið lok eða disk yfir skálinu og látið standa í um 12-15 mínútur. Gott að hræra 1-2 sinnum meðan cous cousið stendur.

 6. kerið kirsuberjatómatana í fjórðunga og geymið til hliðar. Skerið endan af little gem salatinu af og hendið. Rífið salatið niður í lauf. Raðið síðan salatinu í skál með tómötum á milli

 7. Þegar blómkálið er orðin eldað takið þið farið út úr ofninum og brjótið söltuðu möndlurnar með hníf eða skeið og dreifið yfir réttinn.

 8. Þá ætti máltíðin að vera orðin klár.

 1. Taka til tæki og tól: steikarpanna, hraðsuðuketill eða pottur til að sjóða vatn, skurðarbretti og skurðarhnífur, eldfast mót

 2. Kveikið á ofninum og stillið á 175°c með blæstri

 3. Skerið blómkálið í helming og síðan í sneiðar (pizza sneiðar). Setjið blómkálsbitana í skál og hellið 3 msk. Af extra virgin ólífuolíu yfir. Kryddið veglega með kryddblöndunni sem kom með. Setjið síðan blómkálið í eldfasta mótið.

 4. Skerið rauðlaukin í sneiðar. Hitið pönnu og setjið 2-3 msk. Af olíu á pönnuna. Setjið laukin á pönnuna og kryddið vel með afganginum af kryddblöndunni. Setjið svo 150 ml. Af vatni yfir laukinn og látið suðuna koma. Bætið síðan ávaxtamaukinu út í pönnuna og blandið vel saman. Hellið síðan blöndunni yfir blómkálið og setjið inní ofn í 12-15 mínútur eða þar til blómkálið er orðið mjúkt.

 5. Hitið vatn í hraðsuðukattli. Setjið couscousið í skál ásamt smá salti og extracvirgin ólífuolíu. Skerið myntuna smátt og setjið út í couscousið. Þegar vatnið er orðið heitt hellið þið nákvæmlega sama magni af vatni og þið settuð af couscousi í skálina og hrærið. Setjið lok eða disk yfir skálinu og látið standa í um 12-15 mínútur. Gott að hræra 1-2 sinnum meðan cous cousið stendur.

 6. kerið kirsuberjatómatana í fjórðunga og geymið til hliðar. Skerið endan af little gem salatinu af og hendið. Rífið salatið niður í lauf. Raðið síðan salatinu í skál með tómötum á milli

 7. Þegar blómkálið er orðin eldað takið þið farið út úr ofninum og brjótið söltuðu möndlurnar með hníf eða skeið og dreifið yfir réttinn.

 8. Þá ætti máltíðin að vera orðin klár.

Innihaldslýsing

Grænt karrý (Hvítlaukur, laukur, engifer, lemongras, lime lauf, grænt chili, kóríander)

Content missing