Marakkóskur kjúklingur með couscous
30 mínutur
Þekktir ofnæmisvaldar:
Hráefni
KjúklingalæriCouscousSaltaðar möndlurKryddblandaSítróna
RauðlaukurMyntaLittle gem salatTómatarÓlífur og þurrkaðir ávextir
-
Taka til tæki og tól: steikarpanna, hraðsuðuketill eða pottur til að sjóða vatn, skurðarbretti og skurðarhnífur, eldfast mót
-
Kveikið á ofninum og stillið á 175°c með blæstri
-
Skrælið rauðlaukinn og skerið í sneiðar. Geymið til hliðar.
-
Kryddið kjúklingalærin vel á öllum hliðum með kryddblöndunni. Setjið pönnu á helluna og 2-3 msk. af olíu. Þegar pannan er orðin heit setjið þið kjúklinginn á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Setijð kjúklinginn á eldfasta mótið.
-
Síðan setjið þið skorna laukin út á pönnuna og látið hann steikjast í olíunni og kryddinu af kjúklingnum. Setjið um 150 ml. Af vatni í pönnuna og látið suðuna koma upp. Bætið síðan ávaxtamaukinu út á pönnuna og blandið vel saman. Hellið blöndunni yfir kjúklingin og dreifið vel úr þessu. Setjið inni í heitan ofnin í 15-20 mínútur
-
Skerið kirsuberjatómatana í fjórðunga og geymið til hliðar. Skerið endan af little gem salatinu af og hendið. Rífið salatið niður í lauf. Raðið síðan salatinu í skál með tómötum á milli.
-
Hitið vatn í hraðsuðukattli. Setjið couscousið í skál ásamt smá salti og extracvirgin ólífuolíu. Skerið myntuna smátt og setjið út í couscousið. Þegar vatnið er orðið heitt hellið þið nákvæmlega sama magni af vatni og þið settuð af couscousi í skálina og hrærið. Setjið lok eða disk yfir skálinu og látið standa í um 12-15 mínútur. Gott að hræra 1-2 sinnum meðan cous cousið stendur.
-
Þegar kjúklingurinn er orðin eldaður takið þið hann út úr ofninum og brjótið söltuðu möndlurnar með hníf eða skeið og dreifið yfir kjúklinginn.
-
Þá ætti máltíðin að vera orðin klár.
Grænt karrý (Hvítlaukur, laukur, engifer, lemongras, lime lauf, grænt chili, kóríander)