Ýsa í mexíkó sósu með timian kartöflum og salati
25 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar: Ýsa(fiskur) mjólk,
Tæki og tól: Skurðarbretti, skurðarhnífur, eldfast mót,
Þú þarft að eiga: Extra virgin ólífuolíu, salt
Næringargildi í 100 gr.
Kcal: 127, KJ 528, Prótein: 6.5, Fita: 8.9, Sykur: 1.1, Trefjar: 0.8, Salt 0.1
Hráefni
Ýsa
Mexíkó sósa
Soðin kartöflu smælki
Timian
Salatblanda
Tómatar
Agúrka
Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.
- Kveikið á ofninum og stillið hann á 200°c.
- Skerið soðnu kartöflurnar í tvennt og setjið í skál. Pillið laufin af timian stilkunum og blandið saman við kartöflurnar ásamt salti og 2 msk. af jómfrúarolíu. Setjið í eldfast mót.
- Skerið ýsuna í skammta (ca 8×8 cm) og leggið hana í eldfasta mótið með kartöflunum. Takið um það bil 1 matskeið afmexico sósu og smyrjið létt ofan á ýsuna. Setjið eldfasta mótið inn í ofn og bakið í um 15 mínútur.
- Meðan fiskurinn og kartöflurnar eru í ofninum gerið þið salatið tilbúið. Skerið gúrkur og tómata í báta eða bita eftir því hvað þið viljið, og blandið saman við salatið. Hellið 1-2 msk. af jómfrúarolíu yfir salatið og blandið.
- Síðan er Mexico sósan hituð í potti og þá er máltíðin tilbúin.
Ýsa(fiskur), mexíkó sósa(Buttermilk, Pálmaolía, rjómi (mjólk) buttermilk duft, emuslifiers( (Lactic Acid Esters of Mono-and Diglycerides of Fatty Acids, Polyglycerol Ester of Fatty Acids, Polysorbate 60, Mono- and Diglycerides of Fatty Acids, Polysorbate 80), Stabilisers (Locust Bean Gum, Carrageenan), Vitamin D, Salt, Colour (Beta Carotene)Ostur, smjör, bræðslusölt ( E450.E452 ), mexikósk chilikryddblanda (ih.sinnepsfræ, sojaprótein, sykur, bragðefni), rotvarnarefni ( E202 ).Kartöflur, timian ferskt, íssalat, agúrka, tómatar.