Miðjarðarhafskjúklingur með pasta skeljum

30 mínutur

Þekktir ofnæmisvaldar: Mjólk og hveiti

Tæki og tól: Skurðarhnífur, skurðarbretti, steikarpanna, eldfast mót, suðupottur fyrir pasta

Hráefni

Kjúklingabringur

Pasta skeljar

Rjómasósa

Döðlur

Kirsuberjatómatar

Chili

Spínat

Þú þarft að eiga: Steikingarolíu og salt

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°c með blæstri
 2. Setjið pönnu á helluna og hitið upp í meðalhita. Meðan pannan hitnar saltið þið bringurnar. Þegar pannan er orðin heit, setjið þið 2-3 msk. af ólífuolíu á pönnuna, eða annarri steikingarolíu. Steikið bringurnar í 1 og ½ – 2 mínútur á hvorri hlið. Þegar þið eruð búin að steikja bringurnar takið þið þær af pönnunni og leggið í eldfasta mótið.
 3. Setjið pönnuna aftur á helluna en slökkvið undir henni. Setjið síðan kirsuberjatómatana ásamt spínatin út á pönnuna og látið tómatana aðeins springa og spínatið mýkjast. Setjið síðan í eldfasta mótið með kjúklingnum. Setjið pönnuna aftur á volga helluna og hellið rjómasósunni út á og látið hana hitna eða ná upp suðu. Síðan er sósunni hellt yfir kjúklinginn í eldfastamótinu. 
 4. Skerið döðlurnar í litla bita og setjið ofan í mótið. 
 5. Kjarnhreinsið chilíið og skerið í litla bita. Þið getið sleppt því eða bara sett helmingin ef þið viljið ekki hafa réttinn sterkann. 
 6. Síðan er parmesan ostinum dreift yfir og sett inn í ofn í 20 mínútur. 
 7. Meða kjúklingurinn eldast sjóðum við pastað. Setjið vatn í pott og náið upp suðu. Bætum við smá salti og nokkrum dropum af ólífuolíu. Sjóðið pastað í 12 mínútur.
 8. Þegar kjúklingurinn er orðinn fulleldaður er máltíðin tilbúin. Verði ykkur að góðu. 

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°c með blæstri
 2. Setjið pönnu á helluna og hitið upp í meðalhita. Meðan pannan hitnar saltið þið bringurnar. Þegar pannan er orðin heit, setjið þið 2-3 msk. af ólífuolíu á pönnuna, eða annarri steikingarolíu. Steikið bringurnar í 1 og ½ – 2 mínútur á hvorri hlið. Þegar þið eruð búin að steikja bringurnar takið þið þær af pönnunni og leggið í eldfasta mótið. Setjið pönnuna aftur á helluna en slökkvið undir henni. Setjið síðan kirsuberjatómatana ásamt spínatin út á pönnuna og látið tómatana aðeins springa og spínatið mýkjast. Setjið síðan í eldfasta mótið með kjúklingnum. Setjið pönnuna aftur á volga helluna og hellið rjómasósunni út á og látið hana hitna eða ná upp suðu. Síðan er sósunni hellt yfir kjúklinginn í eldfastamótinu. 
 3. Skerið döðlurnar í litla bita og setjið ofan í mótið. 
 4. Kjarnhreinsið chilíið og skerið í litla bita. Þið getið sleppt því eða bara sett helmingin ef þið viljið ekki hafa réttinn sterkann. 
 5. Síðan er parmesan ostinum dreift yfir og sett inn í ofn í 20 mínútur. 
 6. Meða kjúklingurinn eldast sjóðum við pastað. Setjið vatn í pott og náið upp suðu. Bætum við smá salti og nokkrum dropum af ólífuolíu. Sjóðið pastað í 12 mínútur.
 7. Þegar kjúklingurinn er orðin fulleldaður er máltíðin tilbúin. Verði ykkur að góðu. 
Innihaldslýsing

Rjómasósa (rjómi, engifer, hvítlaukur, hvítlaukur, salt)

Content missing