Nauta mínútusteik með ratatouille grænmeti og túrmerik hrísgrjónum

25 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Engir þekktir ofnæmisvaldar

Tæki og tól: Steikarpanna, skurðarbretti, skurðarhnífur, pottur fyrir hrísgrjón, eldfast mót fyrir ratatouille

Prenta uppskrift

Hráefni

Nautasteik í kerala marineringu

Jasmin hrísgrjón

Túrmerik rót

Ratatouille 

Ferskt basil

Þú þarft að eiga: Salt og óIífuolíu (eða aðra góða olíu)

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°c.
  2. Sjóða hrísgrjón: Setjið hrísgrjón í pott, skrælið túrmerik rótina og rífið hana niður með rifjárni ofan í hrísgrjónin. Setjið vatn í pott, 1 hluta hrísgrjón, 2 hluta vatn og smá salt. Látið hrísgrjónin ná suðu og sjóða í 10 mínútur eða þar til vatnið er horfið úr pottinum. Þá er potturinn látinn standa með loki þar til annað er tilbúið.
  3. Ratatouille: Setjið ratatouille blönduna í eldfast mót og setjið inn í ofn og látið það hitna meðan þið steikið kjötið, það mun taka um 15 mínútur.
  4. Þá er komið að því að steikja kjötið. Hitið pönnu upp í rúmlega meðalhita. Þegar hún er orðin heit, setjið þið 3-4 msk af ólífuolíu á pönnuna og steikið kjötið í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Setjið inn í ofn í 8-12 mínútur eftir því hversu mikið eldað þið viljið að kjötið sé.
  5. Þá ætti máltíðin að vera tilbúin og þá er það eina sem eftir er að setjast niður með fjölskyldunni, borða og skiptast á lygasögum.

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°c.
  2. Sjóða hrísgrjón: Setjið hrísgrjón í pott, skrælið túrmerik rótina og rífið hana niður með rifjárni ofan í hrísgrjónin. Setjið vatn í pott, 1 hluta hrísgrjón, 2 hluta vatn og smá salt. Látið hrísgrjónin ná suðu og sjóða í 10 mínútur eða þar til vatnið er horfið úr pottinum. Þá er potturinn látinn standa með loki þar til annað er tilbúið.
  3. Ratatouille: Setjið ratatouille blönduna í eldfast mót og setjið inn í ofn og látið það hitna meðan þið steikið kjötið, það mun taka um 15 mínútur.
  4. Þá er komið að því að steikja kjötið. Hitið pönnu upp í rúmlega meðalhita. Þegar hún er orðin heit, setjið þið 3-4 msk af ólífuolíu á pönnuna og steikið kjötið í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Setjið inn í ofn í 8-12 mínútur eftir því hversu mikið eldað þið viljið að kjötið sé.
  5. Þá ætti máltíðin að vera tilbúin og þá er það eina sem eftir er að setjast niður með fjölskyldunni, borða og skiptast á lygasögum.
Innihaldslýsing

Nautasteik marienruð (nautakjöt, repjuolía, vatn, salt, krydd, sojabaunir, sykur, hveiti, sveppa extrakt, ediksýra).

Ratatouille (eggaldin, kúrbítur, laukur, paprika tómatar, sítrus sýra, salt)

Vinsamlegast athugið að í eldhúsinu eru meðhöndlaðar jarðhnetur og semsamfræ.

Content missing