Nautasalat með chili- lime dressingu, tómötum, sætum graskersfræjum og rauðlauk
15 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar: Fiskur, soya
Tæki og tól: 2 x salat skálar, skurðarbretti, skurðarhnífur, steikarpanna, álpappír.
Hráefni í kassa
Nautafille
Salatblanda
Cherry tómatar
Rauðlaukur
Agúrka
Sæt graskersfræ
Chili lime dressing
Kóríander
Mynta
Innihaldslýsing er neðst á síðunni
- Takið nautafilletið og saltið það og piprið eftir smekk. Setjið pönnuna á helluna og hitið hana upp í meðalhita. Þegar pannan er orðin heit, setjið 2-3 msk. af steikingarolíu á pönnuna og steikið nautakjötið í um það bil 1 – 1 ½ mínútu á hvorri hlið. (ath. Kjötið á að vera hrátt inn í miðjunni en ef þið viljið hafa það meira eldað þá lækkið þið hitann á pönnunni og steikið aðeins lengur) Þegar þið eruð búin að steikja kjötið þá setjið þið það inn í álpappír og látið það standa. Kjötið mun halda áfram að eldast inn í álpappírnum.
- Síðan skerum við niður grænmeti. Agúrkan er klofin eftir endilöngu og kjarninn er tekin úr með skeið. Síðan skerum við agúrkuna niður í bita cirka 1 cm þykka. Rauðlaukurinn er síðan skorin í þunnar sneiðar ásamt cherry tómötunum. Takið síðan myntu laufin og kórianderinn og hellið út á grænmetið.
- Síðan er salatið tekið og rifið niður þannig að auðvelt sé að borða það. 1-2 msk. af salat dressingunni er hellt yfir salatið og salatinu velt upp úr því.
- Þá tökum við nautafilletið úr álpappírnum og skerum það niður í þunnar sneiðar. Nautafilletinu er síðan hellt út á tómat og rauðlauks blönduna ásamt restinni af dressingunni og blandað vel saman.
- Síðan er öllu blandað saman á disk og borðað með bros á vör. Léttur og sumarlegur réttur.
Innihaldslýsing
Sæt graskersfræ (graskersfræ, sykur, salt)Chili lime dressing (fiskisósa (ansjósur (fiskur), salt, sykur vatn) lime, þurrkaður chili, sykur, repjuolía, hvítlaukur, kóríander stilkar)