Einfal
Nautasteik með bernais og kartöflubátum
30 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar: Hveiti, mjólkurvörur, egg
Tæki og tól: Eldfast mót, skurðarbretti, skurðarhnífur, skál, panna, steikarspaði
Hráefni
Nautalund
Foreldaðar kartöflur
Bernaise sósa
Rauðlaukur
Kirsuberjatómatar
Salat
Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.
- Kveikið á ofninum og stillið á 180°c með blæstri.
- Takið soðnu kartöflurnar og skerið í báta. Veltið upp úr olíu og salti. Steikið kartöflurnar í 2-3 mínútur á heitri pönnu og setjið á eldfast mót.
- Takið nautalundina og kryddið með hvítlaukskryddinu og salti á báðum hliðum. Steikið lundina á heitri pönnu, 2-3 mínútur á hvorri hlið. Síðan er lundinn sett á eldfasta mótið með kartöflunum og inn í heitan ofnin. Eldið í 10-12 mínútur fyrir medium rare, 15-18 mínútur fyrir medium og 20 mínútur fyrir well done.
- Meðan lundin eldast gerum við salatið. Skrælið rauðlaukinn og skerið í þunnar sneiðar og skerið kirsuberjatómatana í helminga. Setjið í skál og kryddið með salti og ólífuolíu. Síðan takið þið little gem salatið og takið laufin af og skerið þið niður í strimla. Blandið saman við laukinn og tómatana.
- Þegar nautið er tilbúið er máltíðin tilbúin. Borin fram með bernaise sósunni sem kom tilbúin.
Innihaldslýsing
Bernaise sósa (Repjuolía, eggjarauður, hvítvínsedik, extragon bragðefni, nautakraftur (vatn, maltodextrin, salt, ger (inniheldur bygg), nautakjötsþykkni, sellerí, hveiti, laukur) Vatn, bindiefni (e412, e401, e410) dísterkjufosfat (úr kartöflum) unandrennuduft, mjólkurprótein, sólblómaelsitín, krydd (rotvarnarefni (e202, e211) bragðefni, A-vítamínKartöflurn (Kartöflur, ólífuolía, salt)Hvítlaukskrydd (þurrkaður hvítlaukur, þurrkaðar döðlur, þurrkuð steinselja)