Nicoise salat með stökku beikoni, eggjum og capers dressingu
25 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar: egg
Tæki og tól: Steikarpanna, skurðarhnífur, skurðarbretti, skaftpottur

Næringargildi í 100 gr.

Orka: 300 kj/72 kcal, Prótein: 6 gr, Fita: 2.6 gr, Kaloríur: 5.5. gr. Sykur: 1.6 gr, trefjar 1 gr.

Hráefni í kassa

Beikon

Egg

Ólífur

Tómatar

Snjóbaunir

Soðin kartöflusmælki

Little gem salat

Capers dressing

Þetta er í pokanum þínum ef þú pantar Nicoise salat!

Þú þarft að eiga: Olíu, jómfrúarolíou, salt og pipar

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

Uppskrift:

  1. Byrjið á að sjóða egg. Látið eggin sjóða í 5 mínútur til að fá milli soðin egg. 6 mínútur til að fá þau harðsoðin. Veiðið eggin upp úr vatninu og leggið til hliðar þegar þau eru tilbúin. Sjóðið síðan baunirnar í 1 – 1 & ½ mínútu í eggja vatninu, bætið smá salti út í vatnið með baununum. Veiðið síðan baunirnar upp úr vatninu og geymið.
  2. Skerið beikon í 1×1 cm bita. Leysið síðan bitana í sundur. Hitið pönnu upp í meðalhita ásamt 2 msk. af olíu. Steikið beikon bitana þangað til þeir eru orðnir stökkir. Hrærið í bitunum reglulega. Þetta getur tekið um 4-5 mínútur. Þegar beikonið er orðið stökkt takið þið það af pönnunni og hellið olíunni frá.
  3. Skerið soðnu kartöflurnar í helminga og setjið í skál. Skerið síðan tómatana í grófa bita og baunirnar í 1×1 cm stóra bita. Blandið þessu vel saman og kryddið með salti og jómfrúar olíu.
  4. Skerið salatið í sneiðar þvert á salat hausinn og setjið í skál. Skerið ólífurnar í sneiðar og setjið út á skorna salatið í skálinni. Dreifið síðan kartöflu, tómat og bauna blöndunni yfir salatið. Blandið vel saman. Takið skurnina af egginu og skeriði í báta. Hvert egg í 4 báta. Raðið síðan eggjunum ofan á salatið. Síðan dreifið þið stökku beikon bitunum yfir salatið. Í lokin fer síðan dressingin yfir allt saman eftir smekk.
  5. Verði ykkur að góðu.

Uppskrift:

  1. Byrjið á að sjóða egg. Látið eggin sjóða í 5 mínútur til að fá milli soðin egg. 6 mínútur til að fá þau harðsoðin. Veiðið eggin upp úr vatninu og leggið til hliðar þegar þau eru tilbúin. Sjóðið síðan baunirnar í 1 – 1 & ½ mínútu í eggja vatninu, bætið smá salti út í vatnið með baununum. Veiðið síðan baunirnar upp úr vatninu og geymið.
  2. Skerið beikon í 1×1 cm bita. Leysið síðan bitana í sundur. Hitið pönnu upp í meðalhita ásamt 2 msk. af olíu. Steikið beikon bitana þangað til þeir eru orðnir stökkir. Hrærið í bitunum reglulega. Þetta getur tekið um 4-5 mínútur. Þegar beikonið er orðið stökkt takið þið það af pönnunni og hellið olíunni frá.
  3. Skerið soðnu kartöflurnar í helminga og setjið í skál. Skerið síðan tómatana í grófa bita og baunirnar í 1×1 cm stóra bita. Blandið þessu vel saman og kryddið með salti og jómfrúar olíu.
  4. Skerið salatið í sneiðar þvert á salat hausinn og setjið í skál. Skerið ólífurnar í sneiðar og setjið út á skorna salatið í skálinni. Dreifið síðan kartöflu, tómat og bauna blöndunni yfir salatið. Blandið vel saman. Takið skurnina af egginu og skeriði í báta. Hvert egg í 4 báta. Raðið síðan eggjunum ofan á salatið. Síðan dreifið þið stökku beikon bitunum yfir salatið. Í lokin fer síðan dressingin yfir allt saman eftir smekk.
  5. Verði ykkur að góðu.
Innihaldslýsing

Beikon

Egg

Ólífur

Tómatar

Snjóbaunir

Soðin kartöflusmælki

Little gem salat

Capers dressing

Content missing