Ofnbakað blómkál með engifer jógúrt dressingu, rósakáli, hummus og furuhnetum
 
45 mínútur
 
Þekktir ofnæmisvaldar: Mjólk, sesam, furuhnetur
 
Tæki og tól: Skurðarhnífur, skurðarbretti, pottur, eldfast mót, smjörpappírsörk.

Hráefni

Blómkál

Engifer jógúrt dressing

Rósakál

Hummus

Furuhnetur

Þú þarft að eiga: Salt, smjörpappír

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°c með blæstri.
 2. Byrjið síðan á því að snyrta blómkálið. Pillið öll laufin af blómkálinu og skerið neðst að stilknum. Færið blómkálið í eldfast mót með smjör pappírsörk undir. Makið um það bil helmingnum af engifer jógúrt dressingunni á blómkálið þannig að það þekji allan hausinn. Setjið inn í heitan ofninn og bakið í 35 mínútur. 
 3. Setjið vatn í pott ásamt 1 msk. af salti og látið sjóða. Setjið rósakálið út í vatnið og látið sjóða í um 3 mínútur eða þar til rósakálið er orðið mjúkt. Hellið vatninu af kálinu og skerið í helminga. 
 4. Þegar blómkálið er búið að bakast í 30 mínútur takið þið það út úr ofninum, bætið rósakálinu í mótið, smyrjið örlitlu meira af engiferdressingunni á blómkálið og bakið í 10 mínútur í viðbót. 
 5. Þá takið þið mótið út úr ofninum. Færið allt á stórann disk, setjið meiri jógúrt dressingu á blómkálið og stráið furuhnetum yfir. 
 6. Verði ykkur að góðu. 

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°c með blæstri.
 2. Byrjið síðan á því að snyrta blómkálið. Pillið öll laufin af blómkálinu og skerið neðst að stilknum. Færið blómkálið í eldfast mót með smjör pappírsörk undir. Makið um það bil helmingnum af engifer jógúrt dressingunni á blómkálið þannig að það þekji allan hausinn. Setjið inn í heitan ofninn og bakið í 35 mínútur. 
 3. Setjið vatn í pott ásamt 1 msk. af salti og látið sjóða. Setjið rósakálið út í vatnið og látið sjóða í um 3 mínútur eða þar til rósakálið er orðið mjúkt. Hellið vatninu af kálinu og skerið í helminga. 
 4. Þegar blómkálið er búið að bakast í 30 mínútur takið þið það út úr ofninum, bætið rósakálinu í mótið, smyrjið örlitlu meira af engiferdressingunni á blómkálið og bakið í 10 mínútur í viðbót. 
 5. Þá takið þið mótið út úr ofninum. Færið allt á stórann disk, setjið meiri jógúrt dressingu á blómkálið og stráið furuhnetum yfir. 
 6. Verði ykkur að góðu. 

Content missing