Ofnbakaður kjúklingur í indverskri marineringu

45 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Mjólkurvörur, soya
Tæki og tól: 2x eldfast mót, skurðarbretti, hnífur, skál

Hráefni í kassa

Marineraðir kjúklingaleggir

Forsoðnar kartöflur

Jógúrt

Kirsuberja tómatar

Rauðlaukur

Kóríander

Hvítlaukur

Spænsk paprika

Sítróna

Þú þarft að eiga: Salt og pipar

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

 1. Takið til tæki og tól. Skurðarbretti, 2 x eldfast mót, skurðarhnífur, steikarpanna. 
 2. Kveikið á ofninum og stillið hann á 200°c með blæstri. 
 3. Takið rauðlauk og skrælið og skerið í 8 bita og setjið í eldfasta mótið. Opnið pokann með kjúklingnum og setjið í eldfasta mótið með rauðlauknum. Skerið sítrónuna í 4 bita og kreistið létt yfir kjúklingin og síðan fer sítrónan í mótið með kjúklingnum. Setjið síðan mótið inn í ofn og bakið á 200°c í 35 – 40 mínútur.
 4. Takið steikarpönnuna ykkar og setjið hana á helluna og hitið upp í meðalhita. Hellið forsoðnu kartöflunum út heita pönnuna og látið kartöflurnar aðeins brúnast. Hellið þeim síðan yfir á hitt eldfasta mótið og kremjið létt með þumlinum eða gafli. Síðan skerið þið konfekttómatana og  sætu paprikuna í sneiðar, og saxið helmingin af kóríandernum. Síðan setjið þið eldfasta mótið með kartöflunum inn í ofninn með kjúklingnum og bakið í 30-35 mínútur.
 5. Meðan herlegheitin eru að bakast gerið þið jógúrt sósuna, skerið restina af kóríandernum smátt og skerið hvítlauksgeirann eins smátt og þið getið. Ef þið eigið hvítlaukspressu þá er flott að nota hana. Blandið þessu saman við jógúrtina og bætið við jómfrúar olíu ( cirka 60 ml. Af olíu á móti 120 ml. Af jógúrti). Smakkað til með salti og pipar. 
 6. Þá ætti máltíðin að vera tilbúin. Verði ykkur að góðu. 

 1. Takið til tæki og tól. Skurðarbretti, 2 x eldfast mót, skurðarhnífur, steikarpanna. 
 2. Kveikið á ofninum og stillið hann á 200°c með blæstri. 
 3. Takið rauðlauk og skrælið og skerið í 8 bita og setjið í eldfasta mótið. Opnið pokann með kjúklingnum og setjið í eldfasta mótið með rauðlauknum. Skerið sítrónuna í 4 bita og kreistið létt yfir kjúklingin og síðan fer sítrónan í mótið með kjúklingnum. Setjið síðan mótið inn í ofn og bakið á 200°c í 35 – 40 mínútur.
 4. Takið steikarpönnuna ykkar og setjið hana á helluna og hitið upp í meðalhita. Hellið forsoðnu kartöflunum út heita pönnuna og látið kartöflurnar aðeins brúnast. Hellið þeim síðan yfir á hitt eldfasta mótið og kremjið létt með þumlinum eða gafli. Síðan skerið þið konfekttómatana og  sætu paprikuna í sneiðar, og saxið helmingin af kóríandernum. Síðan setjið þið eldfasta mótið með kartöflunum inn í ofninn með kjúklingnum og bakið í 30-35 mínútur.
 5. Meðan herlegheitin eru að bakast gerið þið jógúrt sósuna, skerið restina af kóríandernum smátt og skerið hvítlauksgeirann eins smátt og þið getið. Ef þið eigið hvítlaukspressu þá er flott að nota hana. Blandið þessu saman við jógúrtina og bætið við jómfrúar olíu ( cirka 60 ml. Af olíu á móti 120 ml. Af jógúrti). Smakkað til með salti og pipar. 
 6. Þá ætti máltíðin að vera tilbúin. Verði ykkur að góðu. 
Innihaldslýsing

Marineruð kjúklingalæri (engifer, hvítlaukur, turmeric, cumin, garam marsala, salt, jógúrt (Mjólk))Forsoðnar kartöflur (Kartöflur, salt.)Hrein jógúrt (Mjólk, jógúrtgerlar)

Content missing