Ofnbökuð bleikja með eggaldin og parmesan crumble
35 mínúturÞekktir ofnæmisvaldar: Fiskur, mjólkurvörur, hveitiTæki og tól: Skurðarbretti, skurðarhnífur, eldfast mót, skál,
Hráefni í kassa
BleikjaEggaldinKirsuberjatómatarParmesan- brauðraspur
Kartöflusmælki forsoðinVínberKokteil epliRomaine salat
Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.
- Kveikið á ofninum og stillið hitann á 200°c.
- Smyrjið eldfasta mótið með 1-2 msk af ólífuolíu. Takið kartöflurnar og kremjið þær létt með handarbakinu og setjið í eldfasta mótið. Saltið og veltið þeim upp úr olíunni.
- Því næst takið þið bleikjuna og saltið á báðum hliðum. Leggið hana ofan í eldfasta mótið með kartöflunum.
- Skerið eggaldin í litla bita (sirka 1 cm x 1 cm) og kirsuberjatómatana í helminga og setjið í skál. Hellið ¾ fjórðu af parmesan – brauðrasps blöndunni út á ásamt 2-3 msk. af ólífuolíu. Blandið öllu saman með höndunum og kreistið blönduna þannig að safin úr tómötunum leki út í blönduna. Síðan er blandan sett ofan á bleikjuna. Setjið eldfasta mótið inn í ofn í 15 mínútur. Á meðan gerum við salatið klárt.
- Skerið little gem salatið í strimla og setjið í skál. Skerið kokteil eplið í bita (cirka 1 cm x 1 cm). Vínberin skerið þið í helminga. Elplunum og vínberjunum er blandað saman við salatið. Afgangurinn af parmesan brauðrasp blöndunni er síðan dreift yfir salatið.
- Þá ætti máltíðin að vera tilbúin og tími til komin að njóta.
Innihaldslýsing
Parmesan- brauðraspsblanda (Mjólk, mjólkursýrugerlar, lysozyme eggjaprótein) hveiti, ger, salt.
*Vinsamlegast athugið að í eldhúsinu eru meðhöndlaðar jarðhnetur og semsamfræ.