Ofnbökuð bleikja með eggaldin og parmesan crumble

35 mínúturÞekktir ofnæmisvaldar: Fiskur, mjólkurvörur, hveitiTæki og tól: Skurðarbretti, skurðarhnífur, eldfast mót, skál, 

Hráefni í kassa

BleikjaEggaldinKirsuberjatómatarParmesan- brauðraspur

Kartöflusmælki forsoðinVínberKokteil epliRomaine salat

Þú þarft að eiga: Ólífuolíu, salt, 

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum og stillið hitann á 200°c. 
 2. Smyrjið eldfasta mótið með 1-2 msk af ólífuolíu. Takið kartöflurnar og kremjið þær létt með handarbakinu og setjið í eldfasta mótið. Saltið og veltið þeim upp úr olíunni.
 3. Því næst takið þið bleikjuna og saltið á báðum hliðum. Leggið hana ofan í eldfasta mótið með kartöflunum. 
 4. Skerið  eggaldin í litla bita (sirka 1 cm x 1 cm) og kirsuberjatómatana í helminga og setjið í skál. Hellið ¾ fjórðu af parmesan – brauðrasps blöndunni út á ásamt 2-3 msk. af ólífuolíu. Blandið öllu saman með höndunum og kreistið blönduna þannig að safin úr tómötunum leki út í blönduna. Síðan er blandan sett ofan á bleikjuna. Setjið eldfasta mótið inn í ofn í 15 mínútur. Á meðan gerum við salatið klárt. 
 5. Skerið little gem salatið í strimla og setjið í skál. Skerið kokteil eplið í bita (cirka 1 cm x 1 cm). Vínberin skerið þið í helminga. Elplunum og vínberjunum er blandað saman við salatið. Afgangurinn af parmesan brauðrasp blöndunni er síðan dreift yfir salatið. 
 6. Þá ætti máltíðin að vera tilbúin og tími til komin að njóta.

 1. Kveikið á ofninum og stillið hitann á 200°c. 
 2. Smyrjið eldfasta mótið með 1-2 msk af ólífuolíu. Takið kartöflurnar og kremjið þær létt með handarbakinu og setjið í eldfasta mótið. Saltið og veltið þeim upp úr olíunni.
 3. Því næst takið þið bleikjuna og saltið á báðum hliðum. Leggið hana ofan í eldfasta mótið með kartöflunum. 
 4. Skerið  eggaldin í litla bita (sirka 1 cm x 1 cm) og kirsuberjatómatana í helminga og setjið í skál. Hellið ¾ fjórðu af parmesan – brauðrasps blöndunni út á ásamt 2-3 msk. af ólífuolíu. Blandið öllu saman með höndunum og kreistið blönduna þannig að safin úr tómötunum leki út í blönduna. Síðan er blandan sett ofan á bleikjuna. Setjið eldfasta mótið inn í ofn í 15 mínútur. Á meðan gerum við salatið klárt. 
 5. Skerið little gem salatið í strimla og setjið í skál. Skerið kokteil eplið í bita (cirka 1 cm x 1 cm). Vínberin skerið þið í helminga. Elplunum og vínberjunum er blandað saman við salatið. Afgangurinn af parmesan brauðrasp blöndunni er síðan dreift yfir salatið. 
 6. Þá ætti máltíðin að vera tilbúin og tími til komin að njóta.
Innihaldslýsing

Parmesan- brauðraspsblanda (Mjólk, mjólkursýrugerlar, lysozyme eggjaprótein) hveiti, ger, salt.

*Vinsamlegast athugið að í eldhúsinu eru meðhöndlaðar jarðhnetur og semsamfræ.

 

Content missing