Ofnbökuð bleikja með kartöflumús og möndlum
30 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar: Fiskur, smjör (mjólk), möndlur
Tæki og tól: Skurðarbretti, skurðarhnífur, eldfast mót, suðupottur fyrir kartöflur, trésleif, steikarpanna

Hráefni

Bleikja

Kartöflur

Smjör

Möndlur

Blómkál

Þú þarft að eiga: Salt, steikingar olíu
 1. Kveikið á ofninum og stillið hitann á 180°c með blæstri. 
 2. Byrjið á því að sjóða kartöflurnar. Þegar kartöflurnar eru orðnar soðnar (um.þ.b. 20 mínútur) hellið þið vatninu af þeim og kremjið kartöflurnar með trésleif. Bætið ¼ af smjörinu út í og blandið vel saman þar til smjörið er allt bráðið. Setjið lok á pottinn og geymið til hliðar. 
 3. Næst er blómkálið skorið í litla bita og geymt þar til síðar. 
 4. Síðan setjið þið bleikjuna í eldfast mót. Saltið báðar hliðar og setjið inn í heitan ofnin og eldið í um 8 mínútur. Látið roð hliðina á fiskinum snúa upp. 
 5. Þá er komið að smjörinu með möndlunum. Setjið afgangin af smjörinu í pott og bræðið rólega. Meðan smjörið bráðnar saxið þið möndlurnar smátt og setjið út í smjötið.
 6. Næst steikið þið blómkálið á meðal heitri pönnu. Steikið það í 2-3 mínútur eða þar til blómkálið er orðið smá mjúkt.
 7. Þá ætti bleikjan að vera orðin elduð og tími til að taka hana út úr ofninum. Roðið ætti að vera stökkt og auðvelt að taka það af með puttunum. 
 8. Verði ykkur að góðu.

 1. Kveikið á ofninum og stillið hitann á 180°c með blæstri. 
 2. Byrjið á því að sjóða kartöflurnar. Þegar kartöflurnar eru orðnar soðnar (um.þ.b. 20 mínútur) hellið þið vatninu af þeim og kremjið kartöflurnar með trésleif. Bætið ¼ af smjörinu út í og blandið vel saman þar til smjörið er allt bráðið. Setjið lok á pottinn og geymið til hliðar. 
 3. Næst er blómkálið skorið í litla bita og geymt þar til síðar. 
 4. Síðan setjið þið bleikjuna í eldfast mót. Saltið báðar hliðar og setjið inn í heitan ofnin og eldið í um 8 mínútur. Látið roð hliðina á fiskinum snúa upp. 
 5. Þá er komið að smjörinu með möndlunum. Setjið afgangin af smjörinu í pott og bræðið rólega. Meðan smjörið bráðnar saxið þið möndlurnar smátt og setjið út í smjötið.
 6. Næst steikið þið blómkálið á meðal heitri pönnu. Steikið það í 2-3 mínútur eða þar til blómkálið er orðið smá mjúkt.
 7. Þá ætti bleikjan að vera orðin elduð og tími til að taka hana út úr ofninum. Roðið ætti að vera stökkt og auðvelt að taka það af með puttunum. 
 8. Verði ykkur að góðu.

Content missing