Pecanhnetu kjúklingur með avókadó-eplasalati og steiktum sykurbaunum

30 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar: Hnetur, sinnep, mjólk, súlfíð
Tæki og tól: Skurðarbretti, skurðarhnífur, eldfast mót, steikarpanna

Hráefni

Kjúklingabringa

Dijon sinnep

Pecanhnetu mulningur

Sykurbaunir

Salatblanda

Rauðlaukur

Avókadó

Epli

Sinnep-hunangsdressing

Þú þarft að eiga:

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°c með blæstri.
  2. Hitið pönnu upp í meðalhita. Meðan pannan hitnar saltið bringurnar. Steikið síðan bringurnar í um 2 mínútur á hvorri hlið. Þegar búið er að steikja bringurnar eru þær smurðar með sinnepi á báðum hliðum. Þá eru muldu pecanhneturnar sáldraðar yfir bringurnar á báðum hliðum þannig að hneturnar hjúpi bringurnar. Síðan eru bringurnar settar inn í ofn og bakaðar í 20 mínútum á 180°c.
  3. Meðan bringurnar eldast er salatið gert tilbúið. Skerið rauðlauk í þunar sneiðar og epli í teninga. Avocato skorið í tvennt, steinnin tekinn úr og aldinið tekið úr með skeið. Síðan er það skorið í teninga. Öllu skorna grænmetinu er síðan blandað saman í skál og kryddað með salti og jómfrúarolíu.
  4. Hitið pönnu upp í meðlahita með 1-2 msk. af jómfrúarolíu. Sykurbaunirnar síðan steiktar létt í um 1 mínútu eða þar til þær fara að mýkjast. Saltið eftir smekk. 
  5. Þegar kjúklingabringurnar eru fulleldaðar er máltíðin tilbúiin. Verði ykkur að góðu. 

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°c með blæstri.
  2. Hitið pönnu upp í meðalhita. Meðan pannan hitnar saltið bringurnar. Steikið síðan bringurnar í um 2 mínútur á hvorri hlið. Þegar búið er að steikja bringurnar eru þær smurðar með sinnepi á báðum hliðum. Þá eru muldu pecanhneturnar sáldraðar yfir bringurnar á báðum hliðum þannig að hneturnar hjúpi bringurnar. Síðan eru bringurnar settar inn í ofn og bakaðar í 20 mínútum á 180°c.
  3. Meðan bringurnar eldast er salatið gert tilbúið. Skerið rauðlauk í þunar sneiðar og epli í teninga. Avocato skorið í tvennt, steinnin tekinn úr og aldinið tekið úr með skeið. Síðan er það skorið í teninga. Öllu skorna grænmetinu er síðan blandað saman í skál og kryddað með salti og jómfrúarolíu.
  4. Hitið pönnu upp í meðlahita með 1-2 msk. af jómfrúarolíu. Sykurbaunirnar síðan steiktar létt í um 1 mínútu eða þar til þær fara að mýkjast. Saltið eftir smekk. 
  5. Þegar kjúklingabringurnar eru fulleldaðar er máltíðin tilbúiin. Verði ykkur að góðu. 
Innihaldslýsing

Kjúklingabringa (Kjúklingabringur)Dijon sinnep (Vatn, sinnepsfræ, edik, salt, potassium metabisulphite, sítrus síra)Pecanhnetu mulningur (Pecanhnetur)Sykurbaunir (sykurbaunir)Salatblanda (Salat)RauðlaukurAvocatoEpliSinnep-hunangsdressing (Hunang, sinnep(Vatn, sinnepsfræ, edik, salt, potassium metabisulphite, sítrus síra), sýrður rjómi (Undanrenna og rjómi, mjólkursýrugerlar, gelatín, ostahleypir), ólífuolía

Content missing