Klassískur plokkfiskur sem við þekkjum öll
25 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar: Mjólk, hveiti, fiskur, egg, soja, rúgmjöl, heilhveiti (gæti innihaldið snefilefni af sesam og krabbadýrum)
Tæki og tól: Pottur, skurðarhnífur, skurðarbretti, eldfast mót
Hráefni
Ýsa
Laukur
Forsoðnar kartöflur
Rifinn ostur
Bechamel sósa
Uppskrift:
- Kveikið á ofninum og stillið hann á 180°c með blæstri.
- Setjið vatn í pott og sjóðið upp á því. Meðan vatnið nær suðu skerið þið fiskinn í grófa bita. Þegar vatnið er farið að sjóða setjið þið fiskbitana út í og látið sjóða í 3-4 mínútur.
- Meðan fiskurinn sýður skerið þið laukinn smátt og forsoðnu kartöflurnar í fjórðunga.
- Veiðið fiskinn upp úr vatninu og setjið í skál með lauknum og kartöflunum. Bætið bechamel sósunni út í skálina og blandið öllu vel saman. Kryddið til með hvítum pipar eftir smekk og blandið vel saman.
- Setjið innihaldið úr skálinni yfir í eldfasta mótið og dreifið ostinum yfir. Bakið í 15 mínútur á 180°c. Meðan fiskurinn bakast skerið þið rúgbrauðið og leggið á borð.
- Verði ykkur að góðu.