Rauðspretta með kartöflusmælkjum, fennel-toppkálssalati og tartar sósu

30 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Hveiti, egg, sellerí, mjólk,

Tæki og tól: Eldfast mót, skurðarbretti, skurðarhnífur, pönnuspaði

Hráefni í kassa

Rauðsprettu flök

Brauðraspur

Egg

Forsteiktar kartöflur

Tartar sósa Matseðils

Fennel-toppkáls salat 

Þú þarft að eiga: Ólífuolíu, salt, pipar og teikingarolíu

Upplýsingar um innihaldslýsingu

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180 °c með blæstri
 2. Fyrst takið þið kartöflurnar og setjið í eldfast mót ásamt 1-2 msk. af ólífuolíu. Sprengið kartöflurnar varlega með hníf eða hendinni. Setjið inn í ofn í 10-12 mínútur eða á meðan þið undirbúið fiskinn
 3. Takið rauðsprettu flakið og leggið það á brettið. Yst á hvoru flaki fyrir sig eru svokölluð rafabelti. Skerið þau í burtu. Síðan skerið þið flakið í tvennt eftir endilöngu. Fremst á flakinu er oft lítill beinagarður. Ef hann er þar þá skerið þið hann í burtu. 
 4. Þá er fiskurinn settur í brauðið. Setjið brauðraspin í skál eða disk. Brjótið eggið í annan disk eða skál og hrærið eggið upp. Ef fiskflökin eru of stór þá er sniðugt að skera þau í tvennt eftir endilöngu. Síðan er hver biti tekið og velt upp úr egginu og síðan beint í brauðraspinn. Þetta er gert þangað til að allir bitarnir eru orðnir “panneraðir”
 5. Þá er hituð panna upp í meðalhita. 3-4 msk. Af olíu á pönnuna og fiskurinn steiktur í um það bil, 2 mínútur á hvorri hlið. Ath ekki hafa pönnuna of heita því þá brennur brauðið. Þegar það er búið að brúna allan fiskinn er hann settur á fatið með kartöflunum og eldað í 5 mínútur í viðbót. 
 6. Að þessum 5 mínútum liðnum ætti fiskurinn að vera orðin fulleldaður og kartöflurnar orðnar stökkar. Sósan og salatið eru settar í skálar. Þá er máltíðin orðin tilbúin. 

Myndbandið kemur inn á fimmtudaginn

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180 °c með blæstri
 2. Fyrst takið þið kartöflurnar og setjið í eldfast mót ásamt 1-2 msk. af ólífuolíu. Sprengið kartöflurnar varlega með hníf eða hendinni. Setjið inn í ofn í 10-12 mínútur eða á meðan þið undirbúið fiskinn
 3. Takið rauðsprettu flakið og leggið það á brettið. Yst á hvoru flaki fyrir sig eru svokölluð rafabelti. Skerið þau í burtu. Síðan skerið þið flakið í tvennt eftir endilöngu. Fremst á flakinu er oft lítill beinagarður. Ef hann er þar þá skerið þið hann í burtu. 
 4. Þá er fiskurinn settur í brauðið. Setjið brauðraspin í skál eða disk. Brjótið eggið í annan disk eða skál og hrærið eggið upp. Ef fiskflökin eru of stór þá er sniðugt að skera þau í tvennt eftir endilöngu. Síðan er hver biti tekið og velt upp úr egginu og síðan beint í brauðraspinn. Þetta er gert þangað til að allir bitarnir eru orðnir “panneraðir”
 5. Þá er hituð panna upp í meðalhita. 3-4 msk. Af olíu á pönnuna og fiskurinn steiktur í um það bil, 2 mínútur á hvorri hlið. Ath ekki hafa pönnuna of heita því þá brennur brauðið. Þegar það er búið að brúna allan fiskinn er hann settur á fatið með kartöflunum og eldað í 5 mínútur í viðbót. 
 6. Að þessum 5 mínútum liðnum ætti fiskurinn að vera orðin fulleldaður og kartöflurnar orðnar stökkar. Sósan og salatið eru settar í skálar. Þá er máltíðin orðin tilbúin. 

Content missing