Taco með hvítlauksristuðum rækjum, avocado salati og chili dressingu

20 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar: Hveiti, Rækjur(skelfiskur)
Tæki og tól: Steikarpanna, skurðarhnífur, skurðarbretti

Næringargildi í 100 gr.

Orka: 797 kj/190 kcal, Prótein: 8.7, Fita: 9.6, Kolvetni: 16.3, Trefjar: 1.8

Hráefni

Rækjur

Tortillur

Steinselja

Hvítlaukur

Avócadó

Vínber

Litle gem salat

Sýrður rjómi

Chili Majónes

Lime

Þetta er í pokanum þínum ef þú pantar risarækju taco!

Uppskrift:

 1. Takið hvítlauksrifin og skerið þau fínt eða rífið niður í hvítlaukspressu. Takið síðan steinseljuna og skerið hana fínt niður með hvítlauknum. Blandið hvítauk og steinselju saman við rækjunar. Saltið örlítið og geymið til hliðar.
 2. Skerið avocadoið í tvennt og fjarlægið steininn. Takið ávöxtinn úr hýðinu með skeið og skerið síðan avocadoið í litla bita og setjið í skál. Skerið síðan vínberin í sneiðar og blandið við avocadoið. Saltið og piprið eftir smekk. Setjið síðan sýrða rjómann út í skálina og blandið vel saman. Geymið til hliðar.
 3. Hitið tortilluarnar á meðalheitri pönnu. Leggið þær síðan inn í hreint viskustykki og geymið þar til máltíðin er tilbúin. Þannig haldast þær volgar og mjúkar.
 4. Setjið pönnuna aftur á helluna og hitið upp í meðalhita. Setjið 2 msk. af steikingarolíu á pönnuna og hellið rækjunum út á. Steikið rækjurnar í 2-3 mínútur og veltið þeim fram og til baka þannig að þær steikist jafnt. Takið síðan rækjurnar af pönnunni og setjið í skál.
 5. Síðan er tacoinu púslað saman. Avócadósalat og kál í botninn, rækjur yfir og síðan chili dressing. Skerið síðan lime niður í sneiðar og kreistið yfir tacoið áður en þið borðið það.
 6. Verði ykkur að góðu.

Innihaldslýsing

Rækjur (Rækjur(skelfiskur)vatn, geymsluefni:E451, E452).

Tortillur (hveiti,vatn, pálmaolía, repjuolía, sykur, sodium bicarbonate, disodium diphosphate, malic sýra, Emulsifier(mono og di-glycerið af fitusýrum) salt, L-cystein hydrochloride.

Steinselja.

Hvítlaukur.

Avócadó.

Vínber.

Little gem salat.

Sýrður rjómi (Undanrenna og rjómi, sýrður með mjólkursýrugerlum, gelatín, ostahleypir).

Chili Majónes (Repjuolía, vatn, chipotle sósa [chipotle chili, laukur, tómpatpúrra, edik, hvítlaukur, salt, krydd], sinnep [vatn, edik, sykur, sinnepsduft, salt, krydd, piparbragðefni, rotvarnarefni (E202, E211)], umbreytt kartöflusterkja, sykur, sítrónusafi [sítrónusafi, rotvarnarefni], salt, edik, rotvarnarefni (E260, E202, E211), sinnepsduft, bindiefni (E415), krydd, sýra (E330).

Uppskrift:

 1. Takið hvítlauksrifin og skerið þau fínt eða rífið niður í hvítlaukspressu. Takið síðan steinseljuna og skerið hana fínt niður með hvítlauknum. Blandið hvítauk og steinselju saman við rækjunar. Saltið örlítið og geymið til hliðar.
 2. Skerið avocadoið í tvennt og fjarlægið steininn. Takið ávöxtinn úr hýðinu með skeið og skerið síðan avocadoið í litla bita og setjið í skál. Skerið síðan vínberin í sneiðar og blandið við avocadoið. Saltið og piprið eftir smekk. Setjið síðan sýrða rjómann út í skálina og blandið vel saman. Geymið til hliðar.
 3. Hitið tortilluarnar á meðalheitri pönnu. Leggið þær síðan inn í hreint viskustykki og geymið þar til máltíðin er tilbúin. Þannig haldast þær volgar og mjúkar.
 4. Setjið pönnuna aftur á helluna og hitið upp í meðalhita. Setjið 2 msk. af steikingarolíu á pönnuna og hellið rækjunum út á. Steikið rækjurnar í 2-3 mínútur og veltið þeim fram og til baka þannig að þær steikist jafnt. Takið síðan rækjurnar af pönnunni og setjið í skál.
 5. Síðan er tacoinu púslað saman. Avócadósalat og kál í botninn, rækjur yfir og síðan chili dressing. Skerið síðan lime niður í sneiðar og kreistið yfir tacoið áður en þið borðið það.
 6. Verði ykkur að góðu.

Content missing