Satay bleikja með cous cous og epla salati

25 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Sojabaunir, Rækjur (skelfiskur), hveiti, mjólk, Jarðhnetur, furuhnetur

Tæki og tól: Skurðarbretti, skurðarhnífur, eldfast mót, rifjárn

Þú þarft að eiga: Extra virgin ólífuolíu, salt

Næringargildi í 100 gr.

Kcal: 161, KJ: 675, Prótein: 12, Fita: 48.7, Kolvetni: 8.1, Sykur: 3, Trefjar: 1.3, Salt: 1.03

 

Hráefni

Bleikja

Satay mauk

Cous Cous

Furuhnetur

Steinselja

Klettasalat

Epli

Grísk jógúrt

Agúrka

Grænmetiskraftur

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°c með blæstri
 2. Leggið bleikjubitana á eldfast mót með roðhliðina niður. Smyrjið satay mauk yfir bleikjuna og dreifið furuhnetunum ofan á maukið. Bakið í ofni í 15 mínútur.
 3. Meðan bleikjan eldast gerið þið cous cous. Þegar cous cous er eldað er 1 hluti cous cous og 1 hluti vatn., þ.e. jafn mikið vatn og cous cous. Því þarf að mæla rétt vatnsmagn sem fer í pottinn. Þegar þið eruð búin að finna rétt vatnsmagn setjið þið það í pott ásamt grænmetisteningi og látið suðuna koma upp og takið pottinn af hellunni. Síðan er cous cous sett í pottinn og hrært í með skeið og bætt við 1-2 tsk af salti og 1-2 msk. af jómfrúarolíu. Setjið síðan lok eða plastfilmu á pottinn og látið standa í 5 mínútur. Á meðan er steinseljan skorin fínt og helmingnum  blandað saman við cous cousið þegar það er búið að standa.
 4. Jógúrtsósa: Rífið niður agúrku í rifjárni þannig að þið rífið niður að kjarnanum en sleppið að rífa kjarnann. Annars verður sósan of vatnskennd. Rifna gúrkan er síðan sett í skál. 2-3 msk af jómfrúarolíu er sett út á agúrkuna ásamt salti og restinni af skornu steinseljunni. Síðan er jógúrtinu blandað saman við.
 5. Klettasalatið er síðan sett í skál og 1-2 tsk. afjómfrúarolíu blandað saman við. Eplin eru skorinn í litla bita og blandað saman við salatið.
 6. Verði ykkur að góðu!
Upload Image...
 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°c með blæstri
 2. Leggið bleikjubitana á eldfast mót með roðhliðina niður. Smyrjið satay mauk yfir bleikjuna og dreifið furuhnetunum ofan á maukið. Bakið í ofni í 15 mínútur.
 3. Meðan bleikjan eldast gerið þið cous cous. Þegar cous cous er eldað er 1 hluti cous cous og 1 hluti vatn., þ.e. jafn mikið vatn og cous cous. Því þarf að mæla rétt vatnsmagn sem fer í pottinn. Þegar þið eruð búin að finna rétt vatnsmagn setjið þið það í pott ásamt grænmetisteningi og látið suðuna koma upp og takið pottinn af hellunni. Síðan er cous cous sett í pottinn og hrært í með skeið og bætt við 1-2 tsk af salti og 1-2 msk. af jómfrúarolíu. Setjið síðan lok eða plastfilmu á pottinn og látið standa í 5 mínútur. Á meðan er steinseljan skorin fínt og helmingnum  blandað saman við cous cousið þegar það er búið að standa.
 4. Jógúrtsósa: Rífið niður agúrku í rifjárni þannig að þið rífið niður að kjarnanum en sleppið að rífa kjarnann. Annars verður sósan of vatnskennd. Rifna gúrkan er síðan sett í skál. 2-3 msk af jómfrúarolíu er sett út á agúrkuna ásamt salti og restinni af skornu steinseljunni. Síðan er jógúrtinu blandað saman við.
 5. Klettasalatið er síðan sett í skál og 1-2 tsk. afjómfrúarolíu blandað saman við. Eplin eru skorinn í litla bita og blandað saman við salatið.
 6. Verði ykkur að góðu!
Innihaldslýsing

Bleikja, Satay mauk)Vatn, sykur, jarðhnetur, chili, laukur, soyjabauna olía, salt, hvítlaukur, engifer, rækjumauk, lemongras, cornsterkja, xanthan gum, sítrus sýra, ger, turmeric)cous cous (durum hveiti) furuhnetur, steinselja, klettasalat, epli, grískjógúrt (Nýmjólk, sýrð með jógúrtgerlum) agúrka, grænmetiskraftur (salt, maltódexterín, sterkja, sykur gerextract, grænmeti(laukur, gulrætur, blaðlaukur) bragðefni, gulrótasafa duft, pálmafeiti, krydd

Content missing