Sikileysk fiskisúpa með laxi, þorski og rækjum borin fram með heitri brauðbollu
20 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar: Sellerí, mjólkurafurðir, fiskur, hveiti
Tæki og tól: Súpupottur, skurðarbretti, skurðarhnífur, trésleif
Hráefni
Súpugrunnur
Fiskiblanda (lax, þorskur, rækja)
Fennel
Grasker (Squash)
Sítróna
Brauðbolla
Þú þarft að eiga: Steikingarolíu, smjör með brauðinu, salt og pipar
Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.
- Kveikið á ofninum og stillið hitann á 150°c.
- Setjið brauðbollurnar inn í ofninn.
- Þá er komið að því að skera grænmeti. Graskerið (Squash) er skrælt og skorið í litla teninga (sirca 1×1 cm). Fennelinn er síðan skorinn í svipaða stærð.
- Þá er potturinn settur á helluna og hitaður upp í meðalhita. Setjið 3-4 matskeiðar af steikingarolíu í pottinn og hellið grænmetinu út í og látið steikjast létt í 1-2 mínútur. Þá er sósugrunninum hellt út í og suðan látin koma upp. Látið sjóða í 5 mínútur. Þá er fiskiblöndunni hellt út í og blandað varlega við með trésleif. Látið sjóða í 2-3 mínútur og takið síðan pottinn af hellunni. Í lokin er safi úr hálfri sítrónu settur út í súpuna.
- Þá er bara að setjast og gæða sér á þessari matarmiklu súpu.
Innihaldslýsingar
Sikileyskur súpugrunnur: Laukur, fennel, squash grasker, hvítlaukur, kókósmjólk, karrý, tómatpuré(Tómatar, salt), Tómatar, fiskimjöl (14% þorskur MSC vottaður) krydd,(soja), repju- og sólblómaolía, laukduft, maíssterkja, krydd (gæti innihaldið skeldýr og krabbadýr) rjómi (mjólk)
Fiskiblanda (lax, þorskur, rækjur)