Steiktur þorskur í raspi, með remúlaði, kartöflusmælki og grænkáli

30 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Fiskur, egg, hveiti, sellerí

Tæki og tól: Skurðarbretti, steikarpanna, skurðarhnífur, tvær skálar, eldfast mót

Hráefni

Þorskflök 

Kartöflusmælki

Grænkál

Remúlaði Matseðils

Sítróna

Egg

Brauðraspur

Þú þarft að eiga: Salt, Steikingar olíu, Extra virgin ólífuolíu

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°c.
 2. Skerið þorskflakið í 4-5 cm þykka bita. Saltið létt.
 3. Brjótið eggið í skál og pískið létt, setjið brauðraspinn í aðra skál. Veltið fisknum fyrst upp úr egginu og síðan í raspinum. Geymið á disk. Gott að nota aðra höndina til að velta fisknum upp úr egginu og hina til að velta honum upp úr raspinum. 
 4. Takið forsoðnu kartöflurnar og brjótið þær létt með hendinni. Veltið þeim upp úr extra virgin ólífuolíu og saltið. Setjið inn í ofn og bakið í ca. 8 mínútur.
 5. Takið grænkálið og skerið stilkinn í burtu og hendið. Veltið kálinu upp úr smá salti og extra virgin ólífuolíu og geymið til hliðar meðan fiskurinn er steiktur.
 6. Takið pönnu og hitið upp í meðalhita. Þegar pannan er orðin heit þá setjið þið 3-4 msk af steikingarolíu á pönnuna og leggið fiskbitana ofan á heita pönnuna. Steikið bitana í ca 30-40 sekúndur á hvorri hlið. 
 7. Síðan takið þið kartöflurnar út úr ofninum og raðið fiskbitunum og grænkálinu í fatið í kringum kartöflurnar og eldið í 5 mínútur í viðbót. 
 8. Meðan fiskurinn eldast skerið þið sítrónuna í báta og setjið remúlaði í skál. 
 9. Þá er máltíðin tilbúin. Verði ykkur að góðu.

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°c.
 2. Skerið þorskflakið í 4-5 cm þykka bita. Saltið létt.
 3. Brjótið eggið í skál og pískið létt, setjið brauðraspinn í aðra skál. Veltið fisknum fyrst upp úr egginu og síðan í raspinum. Geymið á disk. Gott að nota aðra höndina til að velta fisknum upp úr egginu og hina til að velta honum upp úr raspinum. 
 4. Takið forsoðnu kartöflurnar og brjótið þær létt með hendinni. Veltið þeim upp úr extra virgin ólífuolíu og saltið. Setjið inn í ofn og bakið í ca. 8 mínútur.
 5. Takið grænkálið og skerið stilkinn í burtu og hendið. Veltið kálinu upp úr smá salti og extra virgin ólífuolíu og geymið til hliðar meðan fiskurinn er steiktur.
 6. Takið pönnu og hitið upp í meðalhita. Þegar pannan er orðin heit þá setjið þið 3-4 msk af steikingarolíu á pönnuna og leggið fiskbitana ofan á heita pönnuna. Steikið bitana í ca 30-40 sekúndur á hvorri hlið. 
 7. Síðan takið þið kartöflurnar út úr ofninum og raðið fiskbitunum og grænkálinu í fatið í kringum kartöflurnar og eldið í 5 mínútur í viðbót. 
 8. Meðan fiskurinn eldast skerið þið sítrónuna í báta og setjið remúlaði í skál. 
 9. Þá er máltíðin tilbúin. Verði ykkur að góðu.
Innihaldslýsing

Remúlaði Matseðills (egg, repjuolía, salt, sítrus sýra, rauðlaukur, agúrkur, edik sýra, kryddjurtir, turmerik, sinnep, sykur, sýrður rjómi (mjólk), gulrót, sellerí salt (salt, laukur, sellerí, kardimommur))Brauðraspur (hveiti, salt)*Vinsamlegast athugið að í eldhúsinu eru meðhöndlaðar jarðhnetur og semsamfræ.

Content missing