Svartbaunaborgari með maribo osti og kartöflum
35 mínutur
Þekktir ofnæmisvaldar: Hveiti, egg, sinnep, sinnepsduft, mjólk
Hráefni
Svartbaunabuff
Hamborgarabrauð
Sætar kartöflur
Bökunarkartöflur
Kryddblanda
Salat
Tómatar
Rauðlaukur
Maríbo ostur
Hamborgarasósa
Uppskrift:
- Kveikið á ofninum og stillið á 180°c með blæstri.
- Skrælið kartöflurnar og skerið í litla bita. Cirka 1 x 1 cm. Setjið bitana í eldfast mót og kryddið vel með kryddblöndunni sem fylgdi með í pakkanum. Bakið kartöflurnar í 20 mínútur í heitum ofninum.
- Skerið rauðlauk í þunnar sneiðar og síðan tómatana í sneiðar líka, aðeins þykkari sneiðar. Takið svartbaunabuffið og raðið ostsneiðunum á buffið (tvær sneiðar á hvert buff) síðan setjið þið tómatsneiðarnar og rauðlaukinn ofan á ostinn. Kryddið með salti og pipar.
- Þegar kartöflurnar hafa bakast í 20 mínútur leggið þið hamborgarabuffið ofan á kartöflurnar og bakið áfram í 10 mínútur.
- Hitið hamborgarabrauðið í nokkrar sekúndur inn í ofni áður en þið púslið hamborgaranum saman.
- Verði ykkur að góðu.
Svartbaunabuff (svartar baunir(vatn, svartar baunir, salt), paprika, repjuolía, brauðraspur(vatn, hveiti, ger, salt) Cheddar ostur(mjólk, undanrenna, salt, ostahleypir, litarefni(e160b))).Hamborgarabrauð (HVEITI, kartöflur 17%, EGG, sykur, repjuolía, ger, vatn, gljái (vatn, sólblómaolía, grænmetisprótein (bauna, kartöflu, bóndabauna), þrúgusykur, maltódextrín, sterkja), HVEITIGLÚTEN, maíssterkja, salt, ýruefni (E471, E481), mjölmeðhöndlunarefni (E300). Framleitt á svæði þar sem unnið er með MJÓLK, SESAMFRÆ, SOJA og LÚPÍNU.Sætar kartöflurBökunarkartöflurKryddblandaSalatTómatarRauðlaukurMaríbo ostur (Mjólk, undanrenna, salt, ostahleypir, rotvarnarefni (E252), litarefni (E160 b)).Hamborgarasósa (Repjuolía, vatn, tómatpúrra, eggjarauður, sinnep, krydd, sykur, hveiti, edik, salt, sinnepsduft, bindiefni E1442, rotvarnarefni E211, E202).