Sweet chili kjúklingasalat með fetaosti

20 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar: Sojabaunir, hveiti, mjólk. 
Tæki og tól: Steikarpanna, skurðarhnífur, skurðarbretti

Næringargildi í 100 gr.

Orka: 637 kj/152 kcal, Prótín: 12.1, Fita: 7.6, Kolvetni: 7.5, Trefjar: 2.8

Hráefni

KjúklingabringaSalat blandaSoja ristuð graskersfræSweet chili sósa

Feta osturVínberPaprika

Þetta er í pokanum þínum ef þú pantar Sweet chili kjúklingasalat!

Þú þarft að eiga: Salt, olía, pipar

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

Uppskrift:

  1. Skerið kjúklingabringurnar í munnbita. Saltið og piprið kjúklingabitana ríflega og blandið vel saman. Hitið pönnu upp í meðalhita ásamt 2 msk. af olíu. Steikið kjúklingabitana í um 3 mínútur, eða þar til þeir eru orðnir eldaðir í gegn. Lækkið svo undir pönnunni og setjið sweet chili sósuna út á. Látið suðuna koma upp og hrærið vel. Passið að láta sósuna ekki brenna. Veltið bitunum vel upp úr sósunni og takið af hellunni og geymið.
  2. Takið paprikuna og skerið í tvennt. Hreinsið kjarnann og fræin úr henni og skerið í litla bita. Skerið síðan vínberin i sneiðar og feta ostinn í litla bita.
  3. Raðið síðan salatinu upp á diska eða skál og blandið kjúkling, grænmeti og osti saman við. Stráið síðan graskersfræjunum yfir toppinn og notið auka sósuna af pönnunni til að hella yfir salatið.
  4. Verði ykkur að góðu.

Uppskrift:

  1. Skerið kjúklingabringurnar í munnbita. Saltið og piprið kjúklingabitana ríflega og blandið vel saman. Hitið pönnu upp í meðalhita ásamt 2 msk. af olíu. Steikið kjúklingabitana í um 3 mínútur, eða þar til þeir eru orðnir eldaðir í gegn. Lækkið svo undir pönnunni og setjið sweet chili sósuna út á. Látið suðuna koma upp og hrærið vel. Passið að láta sósuna ekki brenna. Veltið bitunum vel upp úr sósunni og takið af hellunni og geymið.
  2. Takið paprikuna og skerið í tvennt. Hreinsið kjarnann og fræin úr henni og skerið í litla bita. Skerið síðan vínberin i sneiðar og feta ostinn í litla bita.
  3. Raðið síðan salatinu upp á diska eða skál og blandið kjúkling, grænmeti og osti saman við. Stráið síðan graskersfræjunum yfir toppinn og notið auka sósuna af pönnunni til að hella yfir salatið.
  4. Verði ykkur að góðu.
Innihaldslýsing

Kjúklingabringa (Kjúklingakjöt), Salat blanda, Soja ristuð graskersfræ (Graskersfræ, Soja sósa(Vatn, sojabaunir, salt, hveiti, sykur, etanól), Sweet chili sósa (Rauður chili, glúkósasíróp, hvítlaukur, vatn, sykur, salt, meðhöndlað hveiti sterkja, sítrónnusíra (E330) ediksýra(E260) Xanthan gúmí(E-415)), fetaostur (Mjólk, salt, mjólkursýrugerlar, ostahleypir), vínber, paprika.

Content missing