Taco með djúpsteiktum þorski, avókadó og hrásalati
30 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar: Fiskur, hveiti
Tæki og tól: Pottur til að djúpsteikja í, skál, pískari, skurðarbretti, skurðarhnífur, gata spaði eða töng, steikarpanna. 

Hráefni

Þorskur

Hveiti tortillur

Hveiti og kryddblanda

Avókadó

Hrásalat

Límóna

Kóríander

Þú þarft að eiga: Salt, Steikingar olíu, Extra virgin ólífuolíu
 1. Byrjið á því að skera fiskinn í 1 x 1 cm bita. 
 2. Því næst takið þið hveiti kryddblönduna sem fylgdi með í kassanum ykkar og setjið í skál. Takið vatn og hellið út í blönduna og hrærið með pískara þar til blandan hefur náð áferð ekki ósvipuð hafragraut. Setjið fiskibitana út í deigið og veltið þeim upp úr því þannig að það hjúpi hvern bita fyrir sig. 
 3. Þá takið þið steikingarolíu og setjið í pott og hitið upp í háan hita, án þess að það fari að rjúka úr olíunni. Fiskurinn verður síðan djúpsteiktur í olíunni því þarf hún að ná allavega 1.5 cm upp á kantinn í pottinum. Góð leið til að finna hvort olían sé orðin heit eða ekki er að setja smá deig dropa ofan í pottinn og sjá hvort það byrji að steikjast í honum. 
 4. Þegar olían er orðin heit setjum við fiskbitana ofan í pottinn einn í einu eða þannig að hver biti steikist. Ekki setja of mikið af fiski í pottinn í einu því þá verður þetta ein deig klessa. Þegar deigið er orðið gullið á lit og fiskurinn farin að fljóta í olíunni er hann tilbúinn. Leggið steiktu bitana á disk með servettu eða eldhúspappír á til að draga í sig mest af olíunni. 
 5. Næst skerið þið avókadó í tvennt, takið steininn úr og notið skeið til að taka það úr hýðinu. Skerið það síðan í sneiðar. 
 6. Næst takið þið pönnu og hitið upp í meðalhita. Hitið tortillurnar á báðum hliðum, (ca 30 sekúndur á hvorri hlið) Geymið tortillurnar inn í hreinu viskastykki eftir að það er búið að steikja þær, þannig haldast þær heitar og mjúkar. 
 7. Næsta mál á dagskrá er að púsla saman tortillunum eða þá að setja þetta allt saman snyrtilega á borð og hver púslar sinni tortillu eða þá að raða þeim saman áður.

 1. Byrjið á því að skera fiskinn í 1 x 1 cm bita. 
 2. Því næst takið þið hveiti kryddblönduna sem fylgdi með í kassanum ykkar og setjið í skál. Takið vatn og hellið út í blönduna og hrærið með pískara þar til blandan hefur náð áferð ekki ósvipuð hafragraut. Setjið fiskibitana út í deigið og veltið þeim upp úr því þannig að það hjúpi hvern bita fyrir sig. 
 3. Þá takið þið steikingarolíu og setjið í pott og hitið upp í háan hita, án þess að það fari að rjúka úr olíunni. Fiskurinn verður síðan djúpsteiktur í olíunni því þarf hún að ná allavega 1.5 cm upp á kantinn í pottinum. Góð leið til að finna hvort olían sé orðin heit eða ekki er að setja smá deig dropa ofan í pottinn og sjá hvort það byrji að steikjast í honum. 
 4. Þegar olían er orðin heit setjum við fiskbitana ofan í pottinn einn í einu eða þannig að hver biti steikist. Ekki setja of mikið af fiski í pottinn í einu því þá verður þetta ein deig klessa. Þegar deigið er orðið gullið á lit og fiskurinn farin að fljóta í olíunni er hann tilbúinn. Leggið steiktu bitana á disk með servettu eða eldhúspappír á til að draga í sig mest af olíunni. 
 5. Næst skerið þið avókadó í tvennt, takið steininn úr og notið skeið til að taka það úr hýðinu. Skerið það síðan í sneiðar. 
 6. Næst takið þið pönnu og hitið upp í meðalhita. Hitið tortillurnar á báðum hliðum, (ca 30 sekúndur á hvorri hlið) Geymið tortillurnar inn í hreinu viskastykki eftir að það er búið að steikja þær, þannig haldast þær heitar og mjúkar. 
 7. Næsta mál á dagskrá er að púsla saman tortillunum eða þá að setja þetta allt saman snyrtilega á borð og hver púslar sinni tortillu eða þá að raða þeim saman áður.
Innihaldslýsingar

Hveiti tortillur Hveiti (63 %), vatn, repjuolía, glycerine, pálma olía , sykur, salt, lyftiefni ( E450i, E500ii ), Sýra( E296 ), emulsifier ( E471 ), stabilizers ( E412, E466), rotvarnarefni( E202, E282).

Hveiti og kryddblanda (Hveiti, lyftiduft (diphospahte4s, sodium bicarbonate, maís sterkja, sítrus síra)

Coleslaw Matseðils (Hvítkál, gulrætur, mayones (repjuolía, eggjarauður, vatn, sinnepsduft, edik, sykur salt, rotvarnarefni (e211, e202), Dijon sinnep (vatn, sinnepsfræ, sítrus sýra)

Content missing