Taco með hægelduðu svínakjöti, hrásalati og avókadó

15 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Sinnep, egg
Tæki og tól: Skurðarbretti, skurðarhnífur, skál, steikarpann, eldfast mót, hreint viskustykki

Hráefni

Maís tortillurRifið eldað svínakjötTómatarAvókadó

HrásalatLaukurLímóna

Þú þarft að eiga:  Salt, pipar, steikingarolíu, álpappír.

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 160°c. 
 2. Byrjið á því að setja pulled pork í eldfast mót, setjið álpappír yfir og inn í ofn í 10-15 mínútur. Það er líka hægt að setja það inn í örbylgjuofn ef þið viljið. 
 3. Næst takið þið tómatana og skerið í grófa bita (cirka 1×1 cm) Síðan laukinn smátt. Setjið laukinn og tómatana saman í skál og kryddið til með salti, pipar og 2 msk. af extra virgin ólífuolíu og blandið vel saman. 
 4. Síðan takið þið avókadó úr hýðinu og skerið í sneiðar. 
 5. Þá er að hita tortillurnar. Hitið pönnu á hellunni upp í meðalhita. Hitið/steikið tortillurnar á heitri pönnunni án olíu í 20-30 sekúndur á hvorri hlið. Tortillurnar sem þið eruð búin að steikja eru síðan lagðar í hreint viskustykki og það breytt yfir þær svo þær haldist mjúkar og heitar. 
 6. Þá ætti kjötið að vera orðið heitt og á þá bara eftir að raða í tortillurnar. Pulled pork fyrst, síðan hrásalat, þá tómat-lauks salsað og avókadó. Síðan er gott að kreista lime yfir í restina. En þið ráðið algjörlega hvernig þið gerið þetta. 

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 160°c. 
 2. Byrjið á því að setja pulled pork í eldfast mót, setjið álpappír yfir og inn í ofn í 10-15 mínútur. Það er líka hægt að setja það inn í örbylgjuofn ef þið viljið. 
 3. Næst takið þið tómatana og skerið í grófa bita (cirka 1×1 cm) Síðan laukinn smátt. Setjið laukinn og tómatana saman í skál og kryddið til með salti, pipar og 2 msk. af extra virgin ólífuolíu og blandið vel saman. 
 4. Síðan takið þið avókadó úr hýðinu og skerið í sneiðar. 
 5. Þá er að hita tortillurnar. Hitið pönnu á hellunni upp í meðalhita. Hitið/steikið tortillurnar á heitri pönnunni án olíu í 20-30 sekúndur á hvorri hlið. Tortillurnar sem þið eruð búin að steikja eru síðan lagðar í hreint viskustykki og það breytt yfir þær svo þær haldist mjúkar og heitar. 
 6. Þá ætti kjötið að vera orðið heitt og á þá bara eftir að raða í tortillurnar. Pulled pork fyrst, síðan hrásalat, þá tómat-lauks salsað og avókadó. Síðan er gott að kreista lime yfir í restina. En þið ráðið algjörlega hvernig þið gerið þetta. 
Innihaldslýsing

Pulled pork (Svínakjöt, salt, papriku duft, cumin, Barbeque sósa (Edik, corn síróp, tómat paste, sykur, salt, kartöflusterkja, sinnep fræ, reykbragðefni, paprika, caramellu litarefni, sinneps mjöl, laukur, paprikulitarefni, chili duft(chili pipar, salt, hvítlaukur)Hrásaalat (Toppkál, gulrætur, graslaukur, Mayones( repjuolía, eggjarauður, vatn, sinnep duft, edik, sykur, salt, rotvarnarefni (E211, E202) Sinnep)Maís tortillur (Maís korn, vatn, salt, fíbrar, Calcium hydroxide)

Content missing