Tælenskar nautanúðlur með soya-sesam sósu
30 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar: Sesamfræ, furuhnetur, soja baunir
Tæki og tól: Pottur, djúp steikarpanna, skurðarbretti, skurðarhnífur
Hráefni í kassa
Hrísgrjónanúðlur
Nautafille
Chili
Vorlaukur
Sesamfræ
Límóna
Soya-sesam sósa
Kóríander
Furuhnetur
Þú þarft að eiga: Ólífuolíu, salt,
Upplýsingar um innihaldslýsingu
- Setjið vatn í pottinn þannig að það sé nægilegt pláss fyrir núðlurnar. Látið suðuna koma upp á vatninu og setjið núðlurnar út í. Látið suðuna koma aftur upp og takið af hellunni. Látið núðlurnar liggja í vatninu í um 7 mínútur. Sigtið síðan vatnið frá og látið núðlurnar liggja í sigtinu.
- Takið nautakjötið og skerið í þunnar sneiðar. Setjið pönnuna á helluna og hitið upp í meðalhita. Setjið skorna nautakjötið á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur eða þar til allir bitarnir eru full eldaðir. Setjið í skál og geymið.
- Takið chili og kljúfið það eftir endilöngu og hreinsið burt fræin og skerið í þunnar sneiðar. Vorlaukurinn er síðan skorin í sambærilegar sneiðar.
- Setið pönnu á helluna og hitið upp í meðalhita. Setjið 2 msk. af steikingarolíu á pönnuna og steikið vorlauk og chili í 1-2 mínútur. Þá bætið þið steikta nautakjötinu út á ásamt sesamfræjunum og látið steikjast áfram í 20-30 sekúndur.
- Bætið núðlum og núðlusósunni við og blandið vel saman. Bætið við chilimauki eftir smekk – ath það er mjög sterkt. Látið malla létt áfram meðan þið skerið niður kóríanderið sem fer út á pönnuna ásamt lime safa.
- Í lokin er furuhnetunum bætt út á og þá er rétturinn tilbúinn til að borða.
- Verði ykkur að góðu.