Tandoori kjúklingasalad með couscous
Hráefni
Marineruð kjúklingalæri
Sýrður rauðlaukur
Tandoori dressing
Soya graskersfræ
Couscous
Tómatar
Agúrka
Salatblanda
Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.
- Gerið cous cous. Sjóðið upp á vatni og nokkrum dropum af olíu. Notið einn hluta af vatni á móti einum hluta af cous cous. Þegar vatnið er farið að sjóða hellið þið cous cous út í pottinn og slökkvið undir honum. Hrærið vel saman og látið pottinn síðan standa með loki í 15 mínútur.
- Gerið salat. Skerið tómata og agúrkur í litla bita. Síðan er salatblöndunni, skorna grænmetinu, pikklaða rauðlauknum, graskersfræjunum og tandoori dressingunni blandað saman.
- Steikið kjúkling. Skerið marineruðu kjúklingalærin í bita. Hitið pönnu og steikið kjúklingabitana í 3-4 mínútur eða þar til þeir eru eldaðir í gegn.
- Áður en að cous cousið er borið fram er gott að hræra aðeins í því með gaffli til að leysa það upp.
- Verði ykkur að góðu
Tandoori krydduð kjúklingalæri (kjúklingalæri, vatn, cumin, kóríander, paprika, chili, engifer, hvítlaukur, fennel, kardimommur, laukur, negull, turmeric, soja, olía, tómat puré, salt, lime safi, hveiti, kóríander lauf, karamellu litur, sítrus sýra, sodium benzoate).
Sýrður rauðlaukur (rauðlaukur, sykur, ediksýra).
Soja ristuð graskersfræ (Graskersfræ, soja baunir, hveiti, sykur, etanol). Sýrður rauðlaukur (rauðlaukur, sykur, ediksýra).
Tandoori dressing (Undanrenna og rjómi, sýrður með mjólkursýrugerlum, gelatín, ostahleypir, vatn, cumin, kóríander, paprika, chili, engifer, hvítlaukur, fennel, kardimommur, laukur, negull, turmeric, soja, olía, tómat puré, salt, lime safi, hveiti, kóríander lauf, caramellu litur, sítrus sýra, sodium benzoate).