Teriyaki lax með grænmeti og hrísgrjónum
20 mínutur
Þekktir ofnæmisvaldar: Fiskur, soya, sesam og hveiti
Tæki og tól: Pott fyrir hrístjórn, eldfast mót, steikarpanna, spaði, skurðarbretti, skurðarhnífur
Hráefni
Lax
Hrísgrjón
Teriyaki sósa
Sesamfræ
Snjóbaunir
Bok choy
Þú þarft að eiga: Ólífuolíu, salt, steikingarolíu
Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.
- Takið til tæki og tól. Skurðarbretti og skurðarhnífur, eldfast mót, steikarpanna, suðupottur fyrir hrísgrjón, pennsill eða skeið.
- Kveikið á ofninum og stillið á 180°c með blæstri.
- Byrjum á því að sjóða hrísgrjón. Setjið hrísgrjónin og vatn í pott ásamt smá salti.(1 hluti hrísgrjón á móti 2 hluta vatn). Látið suðuna koma upp og hrærið reglulega í pottinum þangað til vatnið fer að sjóða. Lækkið undir og látið malla í 8-10 mínútur. Látið pottinn síðan standa með lokinu yfir þar til annað er klárt.
- Setjið laxa steikurnar á eldfasta mótið og pennslið teriyaki sósunni yfir laxinn. Stráið 1 tsk. Af sesamfræjum yfir laxinn og bakið inn í ofni í 7-8 mínútur.
- Meðan laxinn eldast er grænmetið skorið. Bæði bok choi og snjóbaunir er skorið í munnbitastærð. Panna sett á helluna og hituð upp í meðalhita ásamt 1-2 msk. af ólífuolíu. Grænmetið er sett á pönnuna og steikt í um það bil 1 mínútu. Þá afgangurinn af sesamfræjunum hellt út á pönnuna ásamt restinni af teriyaki sósunni og látið sjóða í 1 mínútu í viðbót.
- Þegar grjónin eru tilbúin eru þau sett í skál. Steikta teriyaki grænmetið er síðan sett á bakkann með laxinum.
- Verði ykkur að góðu.
Innihaldslýsing
Teriyaki sósa (vatn, soyabaunir, hveiti, salt, sodium, benzoate, sykur, salt, ediksýra, laukduft, succinic sýra, hvítlauksduft, tapioca sterkja, hvítlaukur, maukað sesam, sítrónusafi, edik, stjörnuanis, kanill, fennel, szechuan pipar, negull, caramellu litarefn, chili, vatn, satl, xanthan gum, sítrussýra) púður sykur, sesamolía)