Spænskur Þorskréttur með marnara sósu, stökkum kartöflum og klettasalati

20 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Fiskur

Tæki og tól: Panna, eldfast mót, skurðarbretti og skurðarhnífur

Þú þarft að eiga: Steikingarolíu, extra virgin ólífuolíu, salt

Næringargildi:

kcal: 77 Kj: 322 Prótein: 6.9 Fita: 2.7 Kolvetni: 5.7 Sykur: 1.2 Trefjar: 1.2

 

Hráefni

Þorskur

Marnara sósu grunnur

Ólífur

Capers

Steinselja

Kartöflusmælki

Klettasalat

Avocato

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°c með blæstri.
 2. Setjið forsteiktu kartöflurnar í eldfast mót, brjótið þær létt með höndunum eða flötu hnífsblaði. Hellið ólífuolíu yfir kartöflurnar, saltið þær létt og blandið saman þannig að olían og saltið leiki um allar kartöflurnar. Setjið inn í heitan ofninn og bakið í um 25 mínútur eða þar til karöflurnar eru orðnar stökkar.
 3. Skerið ólíurnar grólfega ( ekki of smátt ) og geymið til hliðar með capersnum.
 4. Þerrið þorskinn með servettu og saltið létt á báðum hliðum. Hitið pönnu upp í meðalhita. Setjið 1-2 msk. af steikingarolíu (helst ólífuolíu) á pönnuna og steikið fiskinn í um 2 – 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er farinn að fá þessa gullnu fallegu áferð sem við viljum sjá.
 5. Lækkið síðan undir pönnunni og hellið sósu grunninum út á pönnuna og látið sósuna byrja að malla. Látið fiskin malla í sósunni í 2 – 3 mínútur, bætið síðan ólífunum og capersinum út á og slökkvið undir pönnunni. Skerið steinseljuna fínt og dreifið yfir fiskin í pönnunni. Fiskurinn má síðan bara standa í pönnunni og taka sig meðan karöflurnar eru að verða tilbúnar.
 6. Takið steinin úr avocatoinu og takið hýðið af. Skerið avocatoið í litla bita og blandið saman við klettasalatið. Setjið 1-2 msk. af extra virgin ólífu olíu út á og geymið.
 7. Þegar kartöflurnar eru orðnar stökkar er máltíðin tilbúin.
 8. Verði ykkur að góðu.
Upload Image...
  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°c með blæstri.
  2. Setjið forsteiktu kartöflurnar í eldfast mót, brjótið þær létt með höndunum eða flötu hnífsblaði. Hellið ólífuolíu yfir kartöflurnar, saltið þær létt og blandið saman þannig að olían og saltið leiki um allar kartöflurnar. Setjið inn í heitan ofninn og bakið í um 25 mínútur eða þar til karöflurnar eru orðnar stökkar.
  3. Skerið ólíurnar gróflega (ekki of smátt) og geymið til hliðar með capersnum.
  4. Þerrið þorskinn með servettu og saltið létt á báðum hliðum. Hitið pönnu upp í meðalhita. Setjið 1-2 msk. af steikingarolíu (helst ólífuolíu) á pönnuna og steikið fiskinn í um 2 – 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er farinn að fá þessa gullnu fallegu áferð sem við viljum sjá.
  5. Lækkið síðan undir pönnunni og hellið sósu grunninum út á pönnuna og látið sósuna byrja að malla. Látið fiskin malla í sósunni í 2 – 3 mínútur, bætið síðan ólífunum og capersinum út á og slökkvið undir pönnunni. Skerið steinseljuna fínt og dreifið yfir fiskin í pönnunni. Fiskurinn má síðan bara standa í pönnunni og taka sig meðan karöflurnar eru að verða tilbúnar.
  6. Takið steinin úr avocatoinu og takið hýðið af. Skerið avocatoið í litla bita og blandið saman við klettasalatið. Setjið 1-2 msk. af extra virgin ólífu olíu út á og geymið.
  7. Þegar kartöflurnar eru orðnar stökkar er máltíðin tilbúin.
  8. Verði ykkur að góðu.
Innihaldslýsing

Þorskur(FISKUR) Marinarasósugrunnur(tómatar, ólífuolía, laukur, hvítlaukur, chili fræ) ólífur, capers, steinselja, kartöflusmælki, klettasalat, avocato.

*Vinsamlegast athugið að í eldhúsinu eru meðhöndlaðar jarðhnetur og semsamfræ.

Content missing